Garðar Örn Hinriksson, einn besti fótboltadómari þjóðarinnar, hefur lagt flautuna á hilluna en Hörður Magnússon ræddi við hann um ferilinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Garðar var spurður um sín verstu mistök á ferlinum.
„Ég dæmi vítaspyrnu á Víðismenn þegar það eru liðnar tvær mínútur af leiknum og rek einn út af. Ég var alveg pottþéttur á þessu en Víðismennirnir voru ekkert hressir,“ segir Garðar.
„Valur vinnur leikinn og ég skoða þetta svo í sjónvarpinu í kvöldið og þá sá ég að hann átti aldrei að fá rautt hvað þá gult, greyið maðurinn. Ég bið þig innilegrar afsökunar nú 16 árum seinna. Þetta er það versta sem ég hef gert á vellinum.“
Garðar er kallaður Rauði baróninn en það viðurnefni hefur loðað við hann í 20 ár. „Ég fékk viðurnefnið 1996 þegar ég rak sex Gróttumenn út af í leik Gróttu og Dalvíkur. Það er kannski sá leikur sem kom öllu af stað hjá mér,“ segir hann.
En hvar var erfiðast að dæma? „Það var alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja að dæma. Ég er ekki að segja að Vestmannaeyingar eru leiðinlegur en það er bara eitthvað þarna í loftinu. Þeir vilja að maður sé sanngjarn og ef maður er það ekki fær maður að heyra það. Ólafsvíkin er erfið líka. Þar er hjarta, hjarta, hjarta og ekkert helvítis bull,“ segir Garðar, en hvaða leikmaður var sá leiðinlegasti að dæma hjá?
„Hjörtur Hjartar var alltaf hundleiðinlegur og hann veit það alveg. Ég kann samt vel við Hjört,“ segir Garðar Örn Hinriksson.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Rauði baróninn: Hjörtur Hjartarson var alltaf hundleiðinlegur
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn


Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn



Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn


Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn

Arsenal að stela Eze frá Tottenham
Enski boltinn