Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Svartifoss í Skaftafelli er ein fjölmargra náttúruperlna í Vatnajökulsþjóðgarði. vísir/GVA „Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu,“ segir umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs sem gagnrýnir sérstaklega fjóra þætti í lagafrumvarpi um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Umhverfis- og framkvæmdanefndin segir í fyrsta lagi að ákvæði í frumvarpi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðsherra um bann við utanvegaakstri sé óþarft. „Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki er ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.“ Nefndin telur ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi setja fótinn fyrir þyrluferðir. „Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra ráði þjóðgarðinum framkvæmdastjóra sem ræður síðan þjóðgarðsverði.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Fréttablaðið/GVA„Þá tilhneigingu til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur nefndin ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma,“ segir nefndin sem vill að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða. Einnig að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði en ekki framkvæmdastjórans eins og lagt er til. Þá mótmælir umhverfisnefndin því að þjóðgarðsverði verði heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust. „Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt eindæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði,“ segir í umsögn umhverfisnefndar Fljótsdalshéraðs sem að lokum kveðst gera alvarlega athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt sveitarfélögum sem liggja að garðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu,“ segir umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs sem gagnrýnir sérstaklega fjóra þætti í lagafrumvarpi um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Umhverfis- og framkvæmdanefndin segir í fyrsta lagi að ákvæði í frumvarpi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðsherra um bann við utanvegaakstri sé óþarft. „Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki er ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.“ Nefndin telur ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi setja fótinn fyrir þyrluferðir. „Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra ráði þjóðgarðinum framkvæmdastjóra sem ræður síðan þjóðgarðsverði.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Fréttablaðið/GVA„Þá tilhneigingu til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur nefndin ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma,“ segir nefndin sem vill að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða. Einnig að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði en ekki framkvæmdastjórans eins og lagt er til. Þá mótmælir umhverfisnefndin því að þjóðgarðsverði verði heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust. „Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt eindæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði,“ segir í umsögn umhverfisnefndar Fljótsdalshéraðs sem að lokum kveðst gera alvarlega athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt sveitarfélögum sem liggja að garðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum