Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Svartifoss í Skaftafelli er ein fjölmargra náttúruperlna í Vatnajökulsþjóðgarði. vísir/GVA „Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu,“ segir umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs sem gagnrýnir sérstaklega fjóra þætti í lagafrumvarpi um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Umhverfis- og framkvæmdanefndin segir í fyrsta lagi að ákvæði í frumvarpi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðsherra um bann við utanvegaakstri sé óþarft. „Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki er ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.“ Nefndin telur ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi setja fótinn fyrir þyrluferðir. „Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra ráði þjóðgarðinum framkvæmdastjóra sem ræður síðan þjóðgarðsverði.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Fréttablaðið/GVA„Þá tilhneigingu til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur nefndin ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma,“ segir nefndin sem vill að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða. Einnig að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði en ekki framkvæmdastjórans eins og lagt er til. Þá mótmælir umhverfisnefndin því að þjóðgarðsverði verði heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust. „Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt eindæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði,“ segir í umsögn umhverfisnefndar Fljótsdalshéraðs sem að lokum kveðst gera alvarlega athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt sveitarfélögum sem liggja að garðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
„Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu,“ segir umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs sem gagnrýnir sérstaklega fjóra þætti í lagafrumvarpi um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Umhverfis- og framkvæmdanefndin segir í fyrsta lagi að ákvæði í frumvarpi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðsherra um bann við utanvegaakstri sé óþarft. „Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki er ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.“ Nefndin telur ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi setja fótinn fyrir þyrluferðir. „Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra ráði þjóðgarðinum framkvæmdastjóra sem ræður síðan þjóðgarðsverði.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Fréttablaðið/GVA„Þá tilhneigingu til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur nefndin ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma,“ segir nefndin sem vill að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða. Einnig að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði en ekki framkvæmdastjórans eins og lagt er til. Þá mótmælir umhverfisnefndin því að þjóðgarðsverði verði heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust. „Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt eindæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði,“ segir í umsögn umhverfisnefndar Fljótsdalshéraðs sem að lokum kveðst gera alvarlega athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt sveitarfélögum sem liggja að garðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira