Mótmæla þyrlubanni í Vatnajökulsþjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Svartifoss í Skaftafelli er ein fjölmargra náttúruperlna í Vatnajökulsþjóðgarði. vísir/GVA „Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu,“ segir umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs sem gagnrýnir sérstaklega fjóra þætti í lagafrumvarpi um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Umhverfis- og framkvæmdanefndin segir í fyrsta lagi að ákvæði í frumvarpi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðsherra um bann við utanvegaakstri sé óþarft. „Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki er ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.“ Nefndin telur ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi setja fótinn fyrir þyrluferðir. „Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra ráði þjóðgarðinum framkvæmdastjóra sem ræður síðan þjóðgarðsverði.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Fréttablaðið/GVA„Þá tilhneigingu til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur nefndin ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma,“ segir nefndin sem vill að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða. Einnig að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði en ekki framkvæmdastjórans eins og lagt er til. Þá mótmælir umhverfisnefndin því að þjóðgarðsverði verði heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust. „Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt eindæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði,“ segir í umsögn umhverfisnefndar Fljótsdalshéraðs sem að lokum kveðst gera alvarlega athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt sveitarfélögum sem liggja að garðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu,“ segir umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs sem gagnrýnir sérstaklega fjóra þætti í lagafrumvarpi um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Umhverfis- og framkvæmdanefndin segir í fyrsta lagi að ákvæði í frumvarpi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðsherra um bann við utanvegaakstri sé óþarft. „Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki er ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.“ Nefndin telur ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi setja fótinn fyrir þyrluferðir. „Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra ráði þjóðgarðinum framkvæmdastjóra sem ræður síðan þjóðgarðsverði.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Fréttablaðið/GVA„Þá tilhneigingu til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur nefndin ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma,“ segir nefndin sem vill að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða. Einnig að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði en ekki framkvæmdastjórans eins og lagt er til. Þá mótmælir umhverfisnefndin því að þjóðgarðsverði verði heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust. „Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt eindæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði,“ segir í umsögn umhverfisnefndar Fljótsdalshéraðs sem að lokum kveðst gera alvarlega athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt sveitarfélögum sem liggja að garðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent