Til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðinn fyrir unga fólkið heimir már pétursson skrifar 18. maí 2016 20:00 Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Fjármálaráðherra segir til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðar úrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði. Almennt hefði fólk það betra í dag en fyrir tæpum þrjátíu árum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ekki gert nóg til að bæta hag ungs fólks í landinu. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar lýsti áhyggjum sínum af hag ungs fólks á Íslandi í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. „Evrópska lífskjararannsóknin leiddi það fram að ráðstöfunartekjur 25 til 29 ára Íslendinga voru minni árið 2014 en tíu árum áður. En hjá öðrum hópum júkust tekjurnar hins vegar. Greiningardeild Arion banka sýndi nýverið fram á að fólk undir þrítugu hefur setið eftir í kaupmáttaraukningu undanfarna áratugi og þeir sem eru undir tvítugu hafa minna á milli handanna í dag en árið 1990,“ sagði Björt. Ungar barnafjölskyldur stæðu illa meðal annars vegna skerðinga á barnabótum og fæðingarorlofi og slæmri stöðu húsnæðismála. „Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur forgangsraðað í skuldaniðurfellingu. Hann hefur forgangsraðað í landbúnaðarkerfi. Þar eru til fjármunir. Af hverju forgangsraðar hæstvirtur ráðherra til ungs fólks,“ spurði þingmaðurinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að það væri hins vegar athyglisvert að hverfa aftur til ársins 1990 eins og þingmaðurinn gerði og velta fyrir sér stöðu ungs fólks. Þá hafi verðbólga verið um tuttugu prósent og oft meiri. „Það sem við upplifum í dag er verðbólga upp á 1,6 prósent. Stöðugleiki í efnahagsmálum er eitt helsta hagsmunamál ungs fólks.,“ sagði fjármálaráðherra og bætti við: „Almennt ættu allir Íslendingar að hafa það mun betra í dag en á þessum samanburðarárum frá 1990. Um það verður varla deilt. Kaupmáttur hefur vaxið svo mikið. Landsframleiðsla á Íslandi er svo miklu betri.,“ sagði Bjarni. Enda sæist þessa merki á öllum sviðum samfélagsins. Fyrir utan stöðugleika, gott atvinnulíf og öflugt menntakerfi skiptu húsnæðismálin unga fólkið mestu máli. „Og menn velta fyrir sér hvað við getum gert meira. Ég vil að stjórnvöld bretti upp ermar og skoði enn frekar hvað við getum gert með opinberri aðkomu til að gera ungu fólki það betur kleift að koma þaki yfir höfuðið. Í því efni erum við til dæmis að skoða framlengingu á séreignarsparnaðarleiðinni og bætta og betri útfærslu. Við getum kannski kallað það séreignarsparnaðarleiðina plús,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira