Trump viðurkennir að sjá eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 23:55 Trump og Kelly í viðtalinu síðastliðinn þriðjudag. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig. Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, viðurkennir að hann sjái eftir ýmsu í kosningabaráttu sinni um tilnefningu Repúblikana en að hann hefði ekki náð viðlíka árangri hefði hann ekki beitt þeim aðferðum sem hann gerði. Trump hefur verið afar umdeildur en sigrað forkosningar í hverju ríki Bandaríkjanna á fætur öðru. BBC greinir frá. Donald Trump hefur átt í deilum við fréttakonuna Megyn Kelly síðan í ágúst á síðasta ári. Forsetaframbjóðandinn endurtísti til að mynda tístum um að hún væri „bimbo“ eða gála. Það var í viðtali við hana í þætti hennar „Megyn Kelly presents“ síðastliðinn þriðjudag sem hann viðurkenndi að hann hefði eftirsjá gagnvart sumum ummælum sínum. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði endurtíst fyrrnefndum ummælum sagði hann: „Gerði ég það? Oh. Fyrirgefðu.“ Viðtalið við Kelly var að miklum hluta séð sem sáttatilraun milli fréttakonunnar og forsetaframbjóðandans. Í ágúst gekk Kelly á Trump í kappræðum forsetaframbjóðenda og spurði hann út í ummæli hans um konur. Í kjölfarið sagði Trump framkomu Kelly ósanngjarna og kenndi því um að hún hefði verið á blæðingum. „Það sást að það kom blóð út um augun á henni, blóð spýttist alls staðar út úr henni,“ sagði hann. Kelly spurði Trump í viðtalinu á þriðjudag hvort hann sæi eftir ummælum sínum um John McCain og Carly Fiorina. „Já, ætli það ekki en maður verður að horfa til framtíðar. Þú getur leiðrétt mistökin þín en að horfa tilbaka og hugsa: „Ah, ég hefði ekki átt að gera hitt og þetta“, ég held að það sé ekki gott. Ég held að það sé ekki heilbrigt.“ Þá sagðist Trump hafa getað komið öðruvísi fram í kosningabaráttunni en vildi ekki tilgreina nákvæmlega hvernig.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00 Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00 Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Trump og Ryan reyna að sættast Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins. 13. maí 2016 07:00
Trump reynir að borga sem minnstan skatt Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við. 14. maí 2016 07:00
Tilbúinn til viðræðna við Kim Jong-un Slíkur fundur myndi marka mikil þáttaskil í samskiptum Bandaríkjanna og Norður Kóreu en Bandaríkjaforseti hefur aldrei hitt leiðtoga Norður Kóreu augliti til auglitis. 18. maí 2016 07:47