Formannsefni Samfylkingarinnar takast á í beinni á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 13:35 Oddný Harðardóttir og Helgi Hjörvar eru á meðal þeirra sem bjóða fram krafta sína til formanns. Vísir Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kosning á nýjum formanni Samfylkingarinnar hefst eftir rétt rúma viku. Fernt er í framboði en síðast þegar fylgi frmbjóðenda var kannað vildu flestir að Oddný G. Harðardóttir yrði næsti formaður flokksins. Kappræður milli frambjóðendanna verða í beinni útsendingu sem verður aðgengileg á Vísi í kvöld. Litlu munaði þó á fylgi við Oddnýju G. Harðardóttur þingmann flokksins og Helga Hjörvar þingflokksformann í þessari einu könnun sem gerð hefur verið svo vitað sé. En það voru stuðningsmenn Helga sem létu Gallup gera könnunina sem birt var hinn 21. apríl. Þá mældist Oddný með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir komu Helgi með 29,9 prósent, Árni Páll Árnason núverandi formaður Samfylkingarinnar með 20 prósent, Magnús Orri Schram varaþingmaður með 12,3 prósent og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi með 5,5 prósent. Fráþví könnunin var gerð hefur Árni Páll dregið framboð sitt til baka. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram dagana 3. og 4. júní en í aðdraganda hans kjósa félagar í flokknum nýjan formann í almennri kosningu. Kristján Guy Burges framkvæmdastjóri flokksins segir kosninguna hefjast laugardaginn 28. maí eða eftir rétt rúma viku. „Hún verður að langmestu leyti rafræn þar sem fólk kýs á tölvum eða með símum. Kjörskrá var lokað 7. maí og allir sem voru félagar í Samfylkingunni þann dag fá að kjósa í formannskjörinu. Til þess að kjósa þarf að hafa Íslykil eða rafræn skilríki. Íslykilinn er hægt að finna á heimasíðu Íslykils www.islykill.is og rafræn skilríki í viðskiptabönkum,“ segir Kristján Guy. Yfir fimm þúsund manns kusu í formannskjöri árið 2013 þegar Árni Páll Árnason var fyrst kjörinn formaður. Kosningarnar hefjast eftir rúma viku og standa frá hádegi laugardagsins 28. maí til hádegis á fyrra degi landsfundar hinn 3. júní. „Úrslitin verða kynnt síðdegis á landsfundinum 3. júní sem verður settur þann dag. Fram að því eru frambjóðendur að kynna sig. Þeir eru að halda fundi um allt land og koma fram með sín stefnumál,“ segir framkvæmdastjórinn. Einn slíkur fundur frambjóðenda fer fram á Hótel Natura í Reykjavík klukkan 20:00 í kvöld og verður fundurinn sendur beint út á Vísi. „Það er fundur sem er öllum opinn og verður fróðlegt að sjá. Það verður skemmtilegt form á fundinum. Kappræðuform sem hefur ekki verið notað áður í svona kosningu. Þau eru fjögur að keppa og þetta gæti orðið mjög skemmtilegt,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira