Liverpool einum sigri frá Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin í 3-0 sigri á Villarreal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2016 12:15 Liverpool-menn fagna marki. vísir/getty Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu Evrópudeild UEFA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti spænska liðinu Villarreal á Anfield í kvöld. Villarreal vann fyrri leikinn 1-0 en Liverpool skoraði strax í upphafi leiks og bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Liverpool skoraði þriðja markið eftir að Villarreal hafði misst fyrirliða sinn af velli með tvö gul spjöld. Liverpool mætir öðru spænsku liði í úrslitaleiknum á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi því Sevilla er komið alla leið þriðja árið í röð. Liverpool er nú aðeins einum sigri frá Meistaradeildinni því sigurvegarinn í Evrópudeildinni í ár tryggir sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Liverpool-liðsins var sannfærandi. Liðið gaf tóninn strax í byrjun og gat bætt við fleiri mörkum. Spænska liðið ógnaði með skyndisóknum í fyrri hálfleik en eftir hlé var aldrei spurning um hvernig færi í kvöld. Daniel Sturridge og Adam Lallana skoruðu seinni tvö mörk Liverpool en fyrsta markið var sjálfsmark hjá Bruno, leikmanni Villarreal. Daniel Sturridge kom við sögu í öllum þrmeur mörkunum. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og fyrsta markið kom eftir aðeins sjö mínútur en það var sjálfsmark eftir undirbúning Roberto Firmino. Daniel Sturridge var nálægt því að skora en boltinn fór af Villarreal-manninum og í markið. Daniel Sturridge bætti við öðru marki Liverpool á 63. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir flottan undirbúning frá Roberto Firmino. Sturridge nýtti sér það og kom Liverpool í frábæra stöðu. Víctor Ruiz, fyrirliði Villarreal, fékk sitt annað gula spjald á 71. mínútu og því spilaði spænska liðið manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Liverpool og úrslitin voru endanlega ráðin þegar Adam Lallana skoraði þriðja markið tíu mínútum síðar eftir að hann framlengdi skot Daniel Sturridge yfir marklínuna.Liverpool kemst í 1-0 á sjöundu mínútu Sturridge kemur Liverpool tveimur mörkum yfir Adam Lallana gulltryggir sigur Liverpool með þriðja markinu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti