Innlent

Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson á bílastæði 365 miðla í Skaftahlíð.
Ólafur Ragnar Grímsson á bílastæði 365 miðla í Skaftahlíð.
Margir bíða óþreyjufullir eftir að hlýða á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í sjónvarpsþættinum Eyjunni þar sem hann mun tjá sig í fyrsta skiptið eftir að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti að hann mun bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í kosningunum í sumar.

Ólafur Ragnar mætti í höfuðstöðvar 365 miðla, hvar Eyjunni er sjónvarpað úr myndveri, einn síns liðs. Hann kom akandi á eigin bíl án bílstjóra, sem venjulega fylgir forsetaembættinu. Þetta er til marks um að Ólaf Ragnar er í kosningabaráttu en hann minnti eftirminnilega á það á fundi Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó fyrir forsetakosningarnar árið 2012.

Þar var Ólafur Ragnar spurður hvort honum þætti ekki eðlilegt að taka frí frá embættinu á meðan hann væri í framboði til endurkjör.

„Ég teldi að það væri ekki eðlilegt, enda tíðkast það ekki í nokkru landi," sagði Ólafur Ragnar árið 2012. Hann benti jafnframt á að ráðherrar tækju sér ekki frí frá störfum þótt þeir tækju þátt í kosningabaráttu. Hann sagði aftur á móti að sér væru sett mörk sem sitjandi forseta. „Ég keyrði sjálfur á fundinn og kom á eigin bíl. Ég notaði því ekki þá aðstöðu sem embættið veitir mér sem forseta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×