Fótbolti

Heimir: Íslenskir knattspyrnumenn eru verðmætari en fyrir ári síðan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Menn verða að borða.
Menn verða að borða. vísir/getty
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, leit um öxl á blaðamannafundi KSÍ í dag þar sem EM-hópur var tilkynntur.

„Það er enginn vafi á því að íslenskir leikmenn eru verðmætari en fyrir ári síðan. Það verða íslensk félög að átta sig á,“ sagði Heimir á fundinum í dag.

Heimir segir nauðsynlegt að félög einbeita sér að því að bæta unga íslenska leikmenn svo að þeir komist í sterkari deildir.

Heimir sagði að almennt hefði árangur íslenska karlalandsliðsins gefið af sér gengishækkun á íslenskri knattspyrnu. Ekki aðeins leikmenn eru verðmætari heldur íþróttin í heild sinni.

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni lýsingu frá fundi KSÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×