Fótbolti

Eiður Smári: Maður man vel eftir þessu sögulega atviki

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Ég man ennþá vel eftir þessu enda var þetta sérstakt tilefni. Ég tækifæri til þess að leika í sama leik og faðir minn og þetta var sögulegt atvik,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen, framherji íslenska landsliðsins, í viðtali við FIFA þegar hann var beðinn að rifja upp fyrsta landsleik sinn.

Sjá einnig:Tuttugu ár í dag síðan Eiður kom inn fyrir Arnór í Eistlandi | Myndband

Eiður Smári lék fyrsta landsleik sinn fyrir Íslands hönd á þessum degi fyrir tuttugu árum en þá kom hann inná fyrir föður sinn, Arnór Guðjohnsen í 3-0 sigri á Eistlandi.

Eiður er nú markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins en hann hefur leikið 84 leiki fyrir Íslands hönd.

„Öll umgjörðin hefur breyst undanfarin ár og maður sér vel hvaða áhrif gengi liðsins hefur á íslensku þjóðina. Það er ótrúlegt að jafn fámenn þjóð geti náð að framleiða jafn marga góða leikmenn,“ sagði Eiður en hann ræddi ákvörðun Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar að kalla hann aftur inn í hópinn í undankeppni EM.

„Eftir umspilsleikinn gegn Króatíu hélt ég að það yrði síðasti leikurinn minn fyrir íslenska landsliðið en þjálfararnir báðu mig um að koma aftur, bæði til að spila og til að miðla af minni reynslu,“ sagði Eiður en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×