Erlent

Robert Durst í sjö ára fangelsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að saga Robert Durst sé með lyginni líkust.
Óhætt er að segja að saga Robert Durst sé með lyginni líkust. Vísir/Getty
Alríkisdómstóll í New Orleans ríki í Bandaríkjunum hefur dæmt auðkýfinginn Robert Durst í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir brot á lögum um vopnaburð. Lögreglumenn fundu tvær skammbyssur á hótelherbergi Durst í mars í fyrra. Hann mátti lögum samkvæmt ekki vera með byssurnar þar sem hann er með dóm á bakinu. AP greinir frá.

Hinn 72 ára Durst játaði brot sín en hann sætir einnig ákæru í Kaliforníuríki grunaður um að hafa myrt vinkonu sína svo hún myndi ekki greina saksóknurum frá upplýsingum er vörðuðu hvarf fyrstu eiginkonu hans árið 1982. Durst heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.

Hinn moldríki Durst var á sínum tíma ákærður fyrir morð á nágranna sínum, hinum 71 árs gamla Morris Black. Hann var sýknaður. Hann er umfjöllunarefni HBO heimildarþáttaraðarinnar The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Durst var einmitt handtekinn degi áður en síðasti þátturinn í röðinni fór í loftið í mars í fyrra

Nánar má lesa um ótrúlega sögu Robert Durst hér að neðan.

 


Tengdar fréttir

Sakamálið varð að þáttaröð og svo aftur að sakamáli

Auðkýfingurinn Robert Durst, sem sakaður er um að hafa myrt að minnsta kosti tvær konur og einn karl sem honum tengdust, er nú kominn aftur í fangelsi. Hann var til ummfjöllunar í vinsælli þáttaröð á HBO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×