Virðingarvert en óþarft af framkvæmdastjóra að hætta störfum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 18:54 Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Forsætisráðherra segir virðingarvert af framkvæmdastjóra flokksins að segja upp störfum þótt framkvæmdastjórn flokksins hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin þörf væri á því. Hann hafi skýrt aðkomu sína að aflandsfélögum og viðskiptum innanlands með fullnægjandi hætti. Hrólfur Ölvisson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hann hygðist láta af störfum vegna óvæginnar umræðu um aflandsviðskipti hans. Þetta væri persónuleg ákvörðun og í henni fælist engin viðurkenning á að hann hefði brotið lög eða unnið með óheiðarlegum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði í dag þar sem meðal annars var farið yfir mál Hrólfs Ölvissonar sem segir í yfirlýsingu í dag að hann telji sig hafa svarað fyrir tímabundna aðkomu sína að tveimur aflandsfélögum með fullnægjandi hætti. Þá hafi ekkert verið tortryggilegt við kaup félags í hans eigu á hlut sem Arion banki hafi selt á sínum tíma í opnu söluferli.Dugar það til eða þarf hann að skýra mál sín frekar?„Framkvæmdastjórn flokksins hittist í gærkvöldi og hitti m.a. bæði lögfræðing og endurskoðanda. Við fórum mjög vel yfir mál framkvæmdastjórans og komumst að því að það er ekkert sem þar hefur farið fram með óeðlilegum hætti eða ólöglegt. Og kaup hér á Íslandi með opnum og gegnsæjum hætti. Ólíkt því miður mörgum öðrum málum sem við höfum séð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að Hrólfur hætti störfum þótt hann hafi ákveðið að gera það og það sé virðingarvert af honum. Mál framkvæmdastjórans hafi verið uppi á borðum og hann birt greinargerð um þau fyrr í þessum mánuði þar sem öll gögn hafi komið fram. „Þannig að það er allt skýrt. Við fórum yfir þessi mál og bárum m.a. saman við siðareglur flokksins, sem voru nú þær fyrstu sem settar voru af stjórnmálaflokki í landinu, og þetta er í samræmi við þær. Þannig að það er ekkert athugavert við það,“ segir Sigurður Ingi. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gæti ekki leitt flokkinn í næstu kosningum án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. „Við erum nú með það þannig í Framsóknarflokknum, ákveðnar stofnanir og ferli; þar ræðum við það. Ég held að Jón ætti að þekkja það sem fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þannig á það sér stað. Það á sér ekki stað í fjölmiðlum eða með yfirlýsingum einstakra flokksmanna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira