Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 12:43 Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira