Draumurinn um hálendisþjóðgarð falli nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 13:50 Andri Snær Magnason vísir/stefán Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær. Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær.
Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49