Draumurinn um hálendisþjóðgarð falli nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 13:50 Andri Snær Magnason vísir/stefán Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær. Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær.
Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49