Erlent

Ætla í mál við flugskóla flugmannsins sem grandaði flugvél Germanwings

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugmaðurinn Andreas Lubitz flaug vél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum í mars.
Flugmaðurinn Andreas Lubitz flaug vél Germanwings á fjall í frönsku Ölpunum í mars. Vísir/AFP
Ættingjar þeirra sem fórust þegar flugmaðurinn Andreas Lubitz grandaði flugvél Germanwings viljandi í frönsku Ölpunum í mars á síðasta ári ætla í mál við flugskóla Lubitz.

Lubitz var við nám í flugskóla í Phoenix í Bandaríkjunum. Flugskólinn, líkt og flugfélagið Germanwings er í eigu Lufthansa. Í yfirlýsingu frá lögmanni ættingjanna segir að Lubitz hafi aldrei átt að fá leyfi til þess að fljúga flugvél en komið hefur í ljós að hann var hvattur af lækni sínum til þess að leita sér aðstoðar geðlæknis, nokkrum vikum áður en hann hrapaði flugvél Germanwings viljandi.

„Lubitz, flugmaður í sjálfsmorðshugleiðingum hefði aldrei átt að fá inngöngu í flugskólann,“ sagði Brian Alexander lögmaður áttatíu ættingja þeirra sem fórust. 150 létust í flugslysinu, þar með talið Lubitz, sem glímt hafi við geðræn vandamál.

Segir lögmaðurinn að flugskólinn hafi sýnt af sér vanrækslu með því að komast ekki að því að Lubitz ætti sér sögu geðrænna vandamála.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×