Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Hvalaskoðunarferðir er gífurlega stór iðnaður á Húsavík og um 80 þúsund ferðamenn koma ár hvert á Húsavík í tengslum við hvali. Mynd/GentleGiants Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira