Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Hvalaskoðunarferðir er gífurlega stór iðnaður á Húsavík og um 80 þúsund ferðamenn koma ár hvert á Húsavík í tengslum við hvali. Mynd/GentleGiants Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira