Byggingarfulltrúi gefur ekki mikið fyrir útskýringar Mannverks vegna niðurrifs Exeter-hússins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 21:15 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink „Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
„Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15