Birgitta: Ekki að reyna verða næsti forsætisráðherra Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. apríl 2016 12:48 Ástralar hafa mikinn áhuga á Birgittu, m.a. vegna þess að hún bjó þar í eitt ár. Vísir/ABC Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir í sjónvarpsviðtal við ABC news í Ástralíu sem tekið var í gær að hún sé ekki að falast eftir því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum Gallup hafa Píratar mælst með um 30 – 36% fylgi en í viðtalinu segist Birgitta ekki búast við því að flokkurinn fái svo góða kosningu. Hún segist fyrst og fremst trúa á þingræði og að hún sé því í hugsjón á móti því að einn flokkur hafi slíkan meirihluta á þingi. „Það getur allt gerst en ég er ekki að reyna verða forsætisráðherra. Því ég er hreinlega ekki viss um að ég sé best til þess fallin,“ segir Birgitta í viðtalinu. „Forsætisráðherra þarf að búa yfir persónueiginleikum sem við höfum ekki séð í fyrrum forsætisráðherra né í núverandi. Þetta er svakalegt verkefni. Fólk er orðið þreytt á því að hafa fólk í þessari stöðu sem tvístra þjóðinni. Ég er mjög umdeild manneskja, þannig að kannski er ég ekki sú rétta til þess að verða forsætisráðherra.“ Í viðtalinu er hún einnig spurð um hvort hún myndi bjóða Julian Assange hæli á Íslandi yrði hún forsætisráðherra. Hún svarar því á þann hátt að hún myndi mæla með því að Assange og Edward Snowden myndu sækja hér um ríkisborgararétt. Það yrði þá lagt fyrir þingið sem tæki ákvörðun.Samkvæmt skoðanakönnun RÚV vilja fleiri Helgi Hrafn Gunnarsson sem næsta forsætisráðherra en Birgittu.VísirEftir viðtalið vakna upp spurningar hvernig málum er háttað hjá Pírötum ef skyldi koma að því að manna í ráðherrastóla. „Við erum bara ekki komin það langt,“ segir Birgitta í spjalli við Vísi. „Persónulega þætti mér töff ef við myndum bæði ræða um það, þegar nær dregur, en það væri líka gaman að heyra vilja þjóðarinnar.“Í nýlegri skoðanakönnun RÚV kom fram að 6% myndu vilja sjá Helga Hrafn Gunnarsson sem forsætisráðherra á meðan 3% myndu vilja sjá þig. Mynduð þið gera aðra skoðanakönnun eða hvernig gætuð þið hugsað ykkur að vinna þetta?„Ég held að við myndum bara skoða það hver passar best hvar. Við eigum eftir að sjá aðra frambjóðendur þar sem við erum ekki komin með prófkjör. Þannig að mér finnst svolítið frumhlaup að stilla sér inn í einhverja stóla. Það er ekki viðeigandi.“Þið bjuggust kannski ekkert endilega við að þurfa fara hugsa fyrir þessu?„Nei, og mér finnst óþægilegt að alþjóðapressan skuli alltaf stilla því þannig upp að ég sé að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Ég er alltaf að reyna leiðrétta þetta. En það er eins og að ýta fíl upp fjall. Þá útskýrir maður hvernig vil virkum. Það er kannski bara líka ágætis tækifæri til þess að fá að útskýra hvernig flokkurinn virkar.“Myndi koma til greina að ráða fagmenn utanflokka til þess að manna ráðherrastóla?„Ég veit ekki alveg hvað fagaðili í ráðuneyti er. Sá sem er ráðherra er í raun lobbý-isti til þess að reyna framkvæma ákveðna stefnu. Við eigum bara eftir að fara í mikla umræðu innan flokksins. Ég treysti mér ekki til þess að koma með einhverjar afgerandi skoðanir á slíku fyrr. Ég held að það væri mjög gott ef það væru mjög skýrar línur á öllu svona fyrir kosningar, þannig að fólk myndi vita að hverju það væri að ganga.“ Birgitta segir að lokum að flokkurinn ætti ekkert endilega að vera spegla sig út frá núverandi valdakerfi. „Ég er mest hrifin af því að við skoðum einfaldlega hver gæti verið mest öflugur í fjárlaganefnd eða öðru slíku. Ég er mikill þingræðissinni því mér finnst það vald vera næst fólkinu.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Fylgi Framsóknarflokksins ekki mælst minna í átta ár Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi. 13. apríl 2016 19:40 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 „Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. 6. apríl 2016 13:41 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir í sjónvarpsviðtal við ABC news í Ástralíu sem tekið var í gær að hún sé ekki að falast eftir því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum Gallup hafa Píratar mælst með um 30 – 36% fylgi en í viðtalinu segist Birgitta ekki búast við því að flokkurinn fái svo góða kosningu. Hún segist fyrst og fremst trúa á þingræði og að hún sé því í hugsjón á móti því að einn flokkur hafi slíkan meirihluta á þingi. „Það getur allt gerst en ég er ekki að reyna verða forsætisráðherra. Því ég er hreinlega ekki viss um að ég sé best til þess fallin,“ segir Birgitta í viðtalinu. „Forsætisráðherra þarf að búa yfir persónueiginleikum sem við höfum ekki séð í fyrrum forsætisráðherra né í núverandi. Þetta er svakalegt verkefni. Fólk er orðið þreytt á því að hafa fólk í þessari stöðu sem tvístra þjóðinni. Ég er mjög umdeild manneskja, þannig að kannski er ég ekki sú rétta til þess að verða forsætisráðherra.“ Í viðtalinu er hún einnig spurð um hvort hún myndi bjóða Julian Assange hæli á Íslandi yrði hún forsætisráðherra. Hún svarar því á þann hátt að hún myndi mæla með því að Assange og Edward Snowden myndu sækja hér um ríkisborgararétt. Það yrði þá lagt fyrir þingið sem tæki ákvörðun.Samkvæmt skoðanakönnun RÚV vilja fleiri Helgi Hrafn Gunnarsson sem næsta forsætisráðherra en Birgittu.VísirEftir viðtalið vakna upp spurningar hvernig málum er háttað hjá Pírötum ef skyldi koma að því að manna í ráðherrastóla. „Við erum bara ekki komin það langt,“ segir Birgitta í spjalli við Vísi. „Persónulega þætti mér töff ef við myndum bæði ræða um það, þegar nær dregur, en það væri líka gaman að heyra vilja þjóðarinnar.“Í nýlegri skoðanakönnun RÚV kom fram að 6% myndu vilja sjá Helga Hrafn Gunnarsson sem forsætisráðherra á meðan 3% myndu vilja sjá þig. Mynduð þið gera aðra skoðanakönnun eða hvernig gætuð þið hugsað ykkur að vinna þetta?„Ég held að við myndum bara skoða það hver passar best hvar. Við eigum eftir að sjá aðra frambjóðendur þar sem við erum ekki komin með prófkjör. Þannig að mér finnst svolítið frumhlaup að stilla sér inn í einhverja stóla. Það er ekki viðeigandi.“Þið bjuggust kannski ekkert endilega við að þurfa fara hugsa fyrir þessu?„Nei, og mér finnst óþægilegt að alþjóðapressan skuli alltaf stilla því þannig upp að ég sé að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu. Ég er alltaf að reyna leiðrétta þetta. En það er eins og að ýta fíl upp fjall. Þá útskýrir maður hvernig vil virkum. Það er kannski bara líka ágætis tækifæri til þess að fá að útskýra hvernig flokkurinn virkar.“Myndi koma til greina að ráða fagmenn utanflokka til þess að manna ráðherrastóla?„Ég veit ekki alveg hvað fagaðili í ráðuneyti er. Sá sem er ráðherra er í raun lobbý-isti til þess að reyna framkvæma ákveðna stefnu. Við eigum bara eftir að fara í mikla umræðu innan flokksins. Ég treysti mér ekki til þess að koma með einhverjar afgerandi skoðanir á slíku fyrr. Ég held að það væri mjög gott ef það væru mjög skýrar línur á öllu svona fyrir kosningar, þannig að fólk myndi vita að hverju það væri að ganga.“ Birgitta segir að lokum að flokkurinn ætti ekkert endilega að vera spegla sig út frá núverandi valdakerfi. „Ég er mest hrifin af því að við skoðum einfaldlega hver gæti verið mest öflugur í fjárlaganefnd eða öðru slíku. Ég er mikill þingræðissinni því mér finnst það vald vera næst fólkinu.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Fylgi Framsóknarflokksins ekki mælst minna í átta ár Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi. 13. apríl 2016 19:40 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 „Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. 6. apríl 2016 13:41 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Fylgi Framsóknarflokksins ekki mælst minna í átta ár Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi. 13. apríl 2016 19:40
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00
„Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. 6. apríl 2016 13:41