Innlent

Umhverfisráðherra umhugað að koma Jökulsárlóni í öruggt skjól

Bjarki Ármannsson skrifar
"Þetta er ein af okkar dýrmætustu perlum,“ segir umhverfisráðherra um Jökulsárlón.
"Þetta er ein af okkar dýrmætustu perlum,“ segir umhverfisráðherra um Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm
Rætt var um stöðuna sem upp er komin varðandi jörðina Fell við Jökulsárlón á fundi ríkisstjórnar í morgun. Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur ákveðið að setja jörðina í almennt söluferli en jörðinni tilheyrir austurbakki lónsins, einnar þekktustu náttúruperlu landsins.


Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um málið á fundinum í morgun en að hún hafi kynnt fyrir ríkisstjórninni málið eins og það lítur út frá ráðuneytinu séð.

„Við fengum meðal annars bréf frá sveitarstjórninni á Höfn í Hornafirði þar sem stjórnin hefur áhyggjur af gangi mála,“ segir Sigrún. „Það er auðvitað það sama hér í ráðuneytinu, þetta er ein af okkar dýrmætustu perlum og auðvitað er manni umhugað að þeirri perlu verði bjargað og henni komið í öruggt skjól.“

Bæði Landvernd og tveir samflokksmenn Sigrúnar hafa kallað eftir því að ríkið grípi inn í söluferlið til að tryggja vernd svæðisins. Hún segir ekki tímabært að tjá sig um það að svo stöddu hvort hún sé þeirrar skoðunar.​

Tengdar fréttir

Uppboði Jökulsárslóns frestað

Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.