Uppboði Jökulsárslóns frestað Gissur SIgurðsson skrifar 14. apríl 2016 11:33 Það gæti skýrst innan tveggja vikna hvort Jökulsárlón verði selt á uppboði eður ei. Vísir/Vilhelm Ekkert varð af uppboði á Jökulsárlóni í morgun, eins og til stóð, þar sem sýslumaðurinn á Suðurlandi ákvað, að ósk nokkurra landeigenda, að setja jörðina í almennt söluferli. Þeir sem hugðust bjóða í jörðina, geta vísað þeirri ákvörðun til Héraðsdóms, ef þeir una henni ekki. Að sögn Önnu Birnu Þráinsdóttur liggur því ekki fyrir hversu margir eða hverjir ætluðu að bjóða í jörðina, en þetta sé sjaldgæf framvinda að hætta við uppboð og vísa umræddum hlut eða auðæfum í almennt söluferli. Það skýrist innan tveggja vikna hvort þessi niðurstaða stendur, eða uppboði verður haldið áfram. Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan árið 1974 og er vesturbakki lónsins þjóðlenda í eigu ríkisins. Jörðin Fell er á austurbakkanum, og eru þrjátíu eigendur að henni. Jörðin er ekki nytjuð til búskapar af nokkru tagi. Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að kaupa Fell og vernda það ásamt Breiðamerkursandi og vesturbakkanum, og gera svæðið að hluta þjóðgarðs Vatnajökuls. Þar sem yfir fjörutíu prósent allra erlendra ferðamanna, sem heimsækja landið, skoði lónið, sé mikilvægt að vakta svæðið með landvörslu allt árið, sem yrði mögulegt með slíkri tilhögun. Þá þurfi að efla þar fræðslu og rannsóknir og þjónustu við ferðamennina. Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Einarsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa óskað eftir sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og umhverfisnefndar Alþingis um málið. Í tilkynningu segja þingmennirnir að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að grípa inn í söluferlið á Jökulsárlóni og því sé mikilvægt að það sé tekið upp á vettvangi Alþingis. Tengdar fréttir Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Uppboð verður á jörðinni í dag. 14. apríl 2016 09:53 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ekkert varð af uppboði á Jökulsárlóni í morgun, eins og til stóð, þar sem sýslumaðurinn á Suðurlandi ákvað, að ósk nokkurra landeigenda, að setja jörðina í almennt söluferli. Þeir sem hugðust bjóða í jörðina, geta vísað þeirri ákvörðun til Héraðsdóms, ef þeir una henni ekki. Að sögn Önnu Birnu Þráinsdóttur liggur því ekki fyrir hversu margir eða hverjir ætluðu að bjóða í jörðina, en þetta sé sjaldgæf framvinda að hætta við uppboð og vísa umræddum hlut eða auðæfum í almennt söluferli. Það skýrist innan tveggja vikna hvort þessi niðurstaða stendur, eða uppboði verður haldið áfram. Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan árið 1974 og er vesturbakki lónsins þjóðlenda í eigu ríkisins. Jörðin Fell er á austurbakkanum, og eru þrjátíu eigendur að henni. Jörðin er ekki nytjuð til búskapar af nokkru tagi. Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að kaupa Fell og vernda það ásamt Breiðamerkursandi og vesturbakkanum, og gera svæðið að hluta þjóðgarðs Vatnajökuls. Þar sem yfir fjörutíu prósent allra erlendra ferðamanna, sem heimsækja landið, skoði lónið, sé mikilvægt að vakta svæðið með landvörslu allt árið, sem yrði mögulegt með slíkri tilhögun. Þá þurfi að efla þar fræðslu og rannsóknir og þjónustu við ferðamennina. Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Einarsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa óskað eftir sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og umhverfisnefndar Alþingis um málið. Í tilkynningu segja þingmennirnir að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að grípa inn í söluferlið á Jökulsárlóni og því sé mikilvægt að það sé tekið upp á vettvangi Alþingis.
Tengdar fréttir Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Uppboð verður á jörðinni í dag. 14. apríl 2016 09:53 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir 30 aðila. Uppboð verður á jörðinni í dag. 14. apríl 2016 09:53