Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2016 15:12 Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. Vísir / Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greint frá því að hafa stofnað vörslusjóð sem skráður er í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Júlíus Vífill segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður í svissneskum banka en að honum hafi verið ráðlagt að skrá stofnun sjóðsins í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Tilgangurinn hafi verið að mynda eigin eftirlaunasjóð en að sjóðurinn lúti svipuðu regluverki og sjálfseignarstofnun. Mikið hefur verið rætt um aflandsfélög og eignarhald íslenskra stjórnmálamanna og annarra áhrifamanna í íslensku samfélagi eftir að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því að hún ætti erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Þá hefur komið fram að bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi verið tengd aflandsfélögum. Vilhjálmur Þorsteinsson sagði einnig af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar eftir að hafa greint frá eignarhaldi sínu á aflandsfélögum. Segist Júlíus Vífill ekki hafa haft neinar tekjur eða haft heimild til þess að ráðstafa fjármunum úr honum. Segir hann að ef greitt væri úr sjóðnum yrðu greiðslurnar skattskyldar á Íslandi líkt og gerist til dæmis með séreignarsparnaðarreikninga. Að sögn Júlíusar Vífils liggja fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar fyrir hjá skattayfirvöldum. Biðst hann velvirðingar á því að hafa ekki greint frá tilvist sjóðsins fyrr en nú en hann tekur fram að hann eigi ekki bankareikninga, félög, fasteignir eða aðrar eignir utan Íslands. „Enda þótt þess sé ekki krafist að geta eftirlaunasjóðs í hagsmunagreiningu borgarfulltrúa tel ég, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því og biðst velvirðingar á að hafa ekki gert það,“ segir í yfirlýsingu frá Júlíusi Vífli. Tengdar fréttir Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur Þorsteinsson segir það ekkert leyndarmál. 30. mars 2016 12:18 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur greint frá því að hafa stofnað vörslusjóð sem skráður er í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Júlíus Vífill segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður í svissneskum banka en að honum hafi verið ráðlagt að skrá stofnun sjóðsins í Mið-Ameríkuríkinu Panama. Tilgangurinn hafi verið að mynda eigin eftirlaunasjóð en að sjóðurinn lúti svipuðu regluverki og sjálfseignarstofnun. Mikið hefur verið rætt um aflandsfélög og eignarhald íslenskra stjórnmálamanna og annarra áhrifamanna í íslensku samfélagi eftir að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra greindi frá því að hún ætti erlent félag sem haldi utan um fjölskylduarf hennar. Þá hefur komið fram að bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi verið tengd aflandsfélögum. Vilhjálmur Þorsteinsson sagði einnig af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar eftir að hafa greint frá eignarhaldi sínu á aflandsfélögum. Segist Júlíus Vífill ekki hafa haft neinar tekjur eða haft heimild til þess að ráðstafa fjármunum úr honum. Segir hann að ef greitt væri úr sjóðnum yrðu greiðslurnar skattskyldar á Íslandi líkt og gerist til dæmis með séreignarsparnaðarreikninga. Að sögn Júlíusar Vífils liggja fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar fyrir hjá skattayfirvöldum. Biðst hann velvirðingar á því að hafa ekki greint frá tilvist sjóðsins fyrr en nú en hann tekur fram að hann eigi ekki bankareikninga, félög, fasteignir eða aðrar eignir utan Íslands. „Enda þótt þess sé ekki krafist að geta eftirlaunasjóðs í hagsmunagreiningu borgarfulltrúa tel ég, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því og biðst velvirðingar á að hafa ekki gert það,“ segir í yfirlýsingu frá Júlíusi Vífli.
Tengdar fréttir Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur Þorsteinsson segir það ekkert leyndarmál. 30. mars 2016 12:18 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg Vilhjálmur Þorsteinsson segir það ekkert leyndarmál. 30. mars 2016 12:18
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent