Innlent

Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólöf Nordal, Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru þeir ráðherrar í ríkisstjórn sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.
Ólöf Nordal, Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru þeir ráðherrar í ríkisstjórn sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Vísir

Ráðherrarnir þrír í ríkisstjórn sem eru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra.

Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag að nöfn þriggja ráðherra séu á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. Verður fjallað um þessar upplýsingar í sérstökum Kastljósþætti næstkomandi sunnudag í ríkissjónvarpinu.

Fyrir hefur verið fjallað um félagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur sem er eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Bjarni og Ólöf sent póst á þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að útskýra málið fyrir þeim.

Yfirlýsingu frá Ólöfu Nordal vegna málsins má sjá hér fyrir neðan:


Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...

Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, March 29, 2016

Yfirlýsingu Bjarna vegna málsins sem sjá má hér að neðan:

Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...

Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, March 29, 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.