Spyr hvort hann þurfi að skilja við eiginkonuna til að geta tekið þátt í stjórnmálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Ernir „Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu. Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
„Mér fannst síðasti viðmælandi ykkar, Árni Páll, leggjast heldur lágt þegar hann datt í þessa frasanotkun sem nú er svo einkennandi fyrir hans flokk, líklega vegna þess að það skortir pólitík eða stefnu, þá er frösunum bara raðað saman,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sigmundur vísar með orðum sínum í umræðu um Wintris Inc, aflandsfélag eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, sem staðsett er á Bresku Jómfrúreyjunum. Hann hefur áður sagt, og ítrekaði það í viðtalinu í Reykjavík síðdegis, að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Ætlast þessi þingmaður [Árni Páll Árnason] að ég skilji við konuna mína svo ég geti tekið þátt í stjórnmálum? Og hvar eiga mörkin að liggja? Hversu marga tugi milljóna mega stjórnmálamenn hafa fengið í sérstakar ráðgjafagreiðslur án þess að þeir teljist ekki lengur deila kjörum með þjóð sinni,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist undrandi yfir orðum Árna Páls. Þau séu ómakleg enda hafi hann ekki farið í stjórnmál til þess að hafa af þeim gott kaup „Ég fór í pólitík því ég hafði algjöra sannfæringu í ákveðnum málum. Sannfæringu á því hvað þyrfti að gera til að koma þjóðinni og samfélaginu á réttan kjöl,“ sagði Sigmundur.Engin aðstoð, segir Sigmundur „Fyrst að koma í veg fyrir að það yrðu settar kröfur á íslenska skattgreiðendur til þess að borga út kröfuhafana. Síðan barðist ég fyrir því að ganga lengra. Taka pening sem fyrrnefndur Árni Páll Árnason minnti alltaf á að væru lögvarðar eignir kröfuhafanna, taka sem mesta peninga af þessum kröfuhöfum til þess að koma til móts við fólkið sem hafði gleymst, fólkið sem skuldaði og til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika og verja lífskjör í landinu.“ Sigmundur sagði Árna Pál og stjórnarandstöðuna hafa lítið annað gert en að þvælast fyrir, meðal annars með aðstoð almannatengla og vogunarsjóðanna. „Ég fékk enga hjálp við þetta frá Árna Páli Árnasyni eða stjórnarandstöðunni núna. Þau þvældust fyrir í hverju skrefi með hjálp PR leiðtoga, vogunarsjóðanna sem allir meira og minna eru nátengdir Samfylkingunni og svo leyfir þetta fólk sér að koma núna og halda því fram að það sé eitthvað grunsamlegt við það að ég hafi verið tilbúinn til að fórna miklu af eignum eiginkonu minnar til að bjarga þessu samfélagi.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta tiltekna mál sem fjallað er um hefst á 12 mínútu.
Tengdar fréttir Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00