Innlent

Dagskrá Alþingis breytt með skömmum fyrirvara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Fyrirhuguðum fundum á nefndarsviði Alþingis í fyrramálið hefur verið frestað að ósk stjórnarandstöðunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Segir hann stjórnarandstöðuna hafa kallað eftir frestun til að geta fengið tíma til að funda innan þingflokkanna.

Alþingi kemur aftur saman á morgun eftir páskafrí. Til stóð að velferðarnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og efnahags- og viðskiptanefnd myndu funda. Nú er ljóst að þeir fundir munu fara fram síðar.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun funda í hádeginu klukkan 12. Þar verður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra meðal annars til umfjöllunar.

Þingfundur hefst klukkan 15 þar sem óundirbúnar fyrirspurnir eru meðal dagskrárliða. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17 til að krefjast afsagnar forsætisráðherra. Nokkur þúsund manns hafa boðað komu sína.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×