Innlent

Bein útsending frá Alþingi: Forsætisráðherra krafinn svara

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigmundur Davíð mætir á Alþingi í dag.
Sigmundur Davíð mætir á Alþingi í dag. vísir/valli
Þingfundur hefst klukkan 15.00 en þetta er fyrsti fundur þingmanna að páskafríi loknu. 

Fundurinn hefst á óundirbúnum fyrirspurnartíma og er viðbúið að skattaskjólsmál forsætisráðherrahjónanna verði þar til umræðu. Stjórnarandstaðan hefur að auki boðað að þingályktunartillögur um vantraust og þingrof vegna Wintris málsins. 

Forsætisráðherra sagði í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu að hann hafi ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Hann baðst hins vegar afsökunar á frammistöðu sinni í sjónvarpsviðtali þar sem hann stóð upp og gekk á dyr í miðju viðtali. 

Önnur mál á dagskrá þingfundarins eru umræður um rannsókn á þætti Landspítalans í umdeildri barkaaðgerð, metanframleiðslu og aðgerðir til að takmarka plastumbúðir.

Beina útsendingu frá fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×