Innlent

Sigmundur Davíð hættur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hættur sem forsætisráðherra en heldur áfram sem formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hættur sem forsætisráðherra en heldur áfram sem formaður Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra. Þetta tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, nú rétt í þessu. 

Að sögn Sigurðar Inga mun Sigmundur Davíð þó  halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins en stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Hann sagði jafnframt fullan vilja til þess innan þingflokksins að halda áfram stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Tillagan um að Sigmundur Davíð myndi stíga til hliðar kom frá honum sjálfum. Sigurður Ingi mun taka við sem forsætisráðherra samkvæmt tillögu fráfarandi forsætisráðherra. 

Sigurður Ingi greindi einnig frá því að hann hefði átt í viðræðum við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um að þeir hefðu fullan hug á því að halda stjórnarsamstarfinu áfram enda sagðist hann fremur vilja að ríkisstjórnin starfaði út kjörtímabilið en að boðað yrði til kosninga. 

Bjarni fundar nú með forseta Íslands á Bessastöðum og samkvæmt þessu má gera ráð fyrir því að hann muni leggja það til við forseta að samstarf þessara flokka í ríkisstjórn muni halda áfram. Hér fyrir neðan má sjá Sigurð Inga tilkynna afsögn Sigmundar Davíðs í beinni útsendingu rétt í þessu.

Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með beinni fréttaútsendingu Stöðvar 2 af framvindu mála.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.