Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:21 Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason í þinghúsinu í dag. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu