Innlent

Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vísir/Vilhelm
„Mér finnst það einstaklega ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér,“ segir Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir móðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í samtali við breska dagblaðið The Daily Mail.

Tilkynnt var í gær að Sigmundur Davíð myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra en hann á þó enn eftir að fara fram á við forseta Íslands að hann fái lausn. Hann mun þó enn halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins og sitja á þingi. Forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins er Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins en hann á nú í viðræðum við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins um nýja stjórn flokkanna tveggja.

Sjá einnig: Sigmundur segir eiginkonu sína ekki á leið út í geim

Daily Mail ræddi við móður Sigmundar í tilefni af úttekt miðilsins á eiginkonu hans, Önnu Sigurlaug Pálsdóttur. Þar var meðal annars haft eftir auðkýfingnum Richard Branson að Anna Sigurlaug hefði óskað eftir að fá að komast út í geim með geimflaug Bransons.

Sjá einnig: Faðir Sigmundar segir mótmælendur ekki alþýðu þessa lands

Móðir Sigmundar segist vita að hann hafi gert allt rétt í sínu starfi. „Ég veit að hann hefur gert allt rétt. Hann hefur gert margt gott fyrir land sitt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×