Sigmundur segir konu sína ekki á leið út í geim Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2016 14:08 Sigmundur Davíð segir orð Richards Bransons algerlega út í hött, Sigurlaug Anna hafi aldrei pantað sér ferð út í geim. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísar því alfarið á bug að eiginkona hans hafi pantað sér verð út í geim. Sigmundur tjáir sig á Facebooksíðu sinni, nú fyrst eftir að tilkynnt var um að hann hafi vikið af forsætisráðherrastóli, um frétt Vísis, þar sem vitnað er til orða Richards Branson þess efnis að eiginkona hans hafi pantað sér far út í geim. Branson greindi frá því í viðtali við Daily Mail að daginn eftir að tilraunageimskutla hans sprakk í loft upp hafi eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, ein auðugasta kona Íslands, hringt í sig og viljað panta far út í geim. „'The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Sigmundur Davíð er furðu lostinn og segir frétt Daily Mail, og þá það sem fram kemur í orðum Bransons, fráleitt. Hann fer yfir þetta í langri Facebookfærslu nú rétt í þessu. Hún er svohljóðandi.Facebookfærsla Sigmundar Davíðs „Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur aldrei hitt þessa yndislegu konu er reiðubúið að tjá sig um hana. Konu sem hefur alltaf staðið skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu, ávallt sýnt af sér fórnfýsi og má raunar ekkert aumt sjá. Konu sem hefur ætíð verið helsti hvatamaður minn í þeim stóru verkefnum sem ég hef verið að vinna að í þágu samfélagsins jafnvel þótt sú hvatning hafi falið það í sér að hún gæfi stöðugt eftir af sínu. Sumir blaðamenn og miðlar hafa flutt gagnrýnar en sanngjarnar og réttar fréttir af gangi mála að undanförnu. Það hafa hins vegar ekki allir gert. Eftir að æsingurinn varð sem mestur hafa rangfærslurnar, getgáturnar og útúrsnúningarnir um málið verið svo miklir (á sumum stöðum) að það hefur ekki verið vinnandi vegur að reyna að leiðrétta það. Nú hefur vitleysan hins vegar náð stjarnfræðilegum hæðum. Í frétt á Vísi er fullyrt að eiginkona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinnum og athuga jafn-oft hvort ég væri að lesa pistil á grínsíðu eða fréttasíðu. Eins og nærri má geta er fréttin bull frá upphafi til enda eins og reyndar ýmislegt annað sem fram kemur á þeim miðli sem Vísir vitnar til. En það virðist orðið ljós að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt menn eru tilbúnir að ganga í súrrealískum „fréttaflutningi“ af mínum nánustu. Hvar endar eiginlega vitleysan ef hún takmarkast ekki einu sinni við gufuhvolf jarðar?“Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 6. apríl 2016Uppfært: Mbl.is greinir frá því að það var Dorrit Moussaieff sem vildi út í geim, ekki Anna Sigurlaug. „Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur Thorsson forsetariti í samtali við mbl.is. Richard Branson sé einmitt góðvinur Dorritar, að þau hafi þekkst í langan tíma. Panama-skjölin Tengdar fréttir Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15 Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísar því alfarið á bug að eiginkona hans hafi pantað sér verð út í geim. Sigmundur tjáir sig á Facebooksíðu sinni, nú fyrst eftir að tilkynnt var um að hann hafi vikið af forsætisráðherrastóli, um frétt Vísis, þar sem vitnað er til orða Richards Branson þess efnis að eiginkona hans hafi pantað sér far út í geim. Branson greindi frá því í viðtali við Daily Mail að daginn eftir að tilraunageimskutla hans sprakk í loft upp hafi eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, ein auðugasta kona Íslands, hringt í sig og viljað panta far út í geim. „'The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Sigmundur Davíð er furðu lostinn og segir frétt Daily Mail, og þá það sem fram kemur í orðum Bransons, fráleitt. Hann fer yfir þetta í langri Facebookfærslu nú rétt í þessu. Hún er svohljóðandi.Facebookfærsla Sigmundar Davíðs „Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur aldrei hitt þessa yndislegu konu er reiðubúið að tjá sig um hana. Konu sem hefur alltaf staðið skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu, ávallt sýnt af sér fórnfýsi og má raunar ekkert aumt sjá. Konu sem hefur ætíð verið helsti hvatamaður minn í þeim stóru verkefnum sem ég hef verið að vinna að í þágu samfélagsins jafnvel þótt sú hvatning hafi falið það í sér að hún gæfi stöðugt eftir af sínu. Sumir blaðamenn og miðlar hafa flutt gagnrýnar en sanngjarnar og réttar fréttir af gangi mála að undanförnu. Það hafa hins vegar ekki allir gert. Eftir að æsingurinn varð sem mestur hafa rangfærslurnar, getgáturnar og útúrsnúningarnir um málið verið svo miklir (á sumum stöðum) að það hefur ekki verið vinnandi vegur að reyna að leiðrétta það. Nú hefur vitleysan hins vegar náð stjarnfræðilegum hæðum. Í frétt á Vísi er fullyrt að eiginkona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinnum og athuga jafn-oft hvort ég væri að lesa pistil á grínsíðu eða fréttasíðu. Eins og nærri má geta er fréttin bull frá upphafi til enda eins og reyndar ýmislegt annað sem fram kemur á þeim miðli sem Vísir vitnar til. En það virðist orðið ljós að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt menn eru tilbúnir að ganga í súrrealískum „fréttaflutningi“ af mínum nánustu. Hvar endar eiginlega vitleysan ef hún takmarkast ekki einu sinni við gufuhvolf jarðar?“Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 6. apríl 2016Uppfært: Mbl.is greinir frá því að það var Dorrit Moussaieff sem vildi út í geim, ekki Anna Sigurlaug. „Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur Thorsson forsetariti í samtali við mbl.is. Richard Branson sé einmitt góðvinur Dorritar, að þau hafi þekkst í langan tíma.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15 Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15
Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03