Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Bernie Sanders Nordicphotos/AFP Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira