Vantraust til umræðu á morgun Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 12:19 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar hefur störf í miklum mótbyr, bæði þjóðarinnar og innan beggja flokka. Vísir Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira