Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2016 21:24 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira