Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2016 21:24 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent