Almenningur fái að segja hug sinn til stjórnarinnar í kosningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2016 18:16 Birgitta Jónsdóttir. vísir/valli „Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum. Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
„Mér heyrist á Sigmundi Davíð að hann kalli á að vantrauststillaga verði lögð fram því hann telur verk sín svo góð. Úr því að verkin eru svo framúrskarandi þá ætti að vera leikur einn fyrir hann að endurnýja stuðning sinn í almennum kosningum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kímin í samtali við Vísi. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar funduðu í dag í ljósi þess sem fram hefur komið á síðustu dögum. Formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna auk varaformanns Sjálfstæðisflokksins tengjast aflandsfélögum og einnig hefur komið á daginn að eiginkona forsætisráðherra átti hundruða milljóna kröfu í slitabú föllnu bankanna. „Á fundinum undirbjuggum við fyrstu viðbrögð fyrir þingfund á mánudaginn. Það fyrsta sem stefnt er að er að boða til opins fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og helst að boða umboðsmann Alþingis á hann,“ segir Birgitta. Hún segir vert að hafa í huga að sé tillaga um vantraust lögð fram þá geti það haft áhrif á umboðsmann Alþingis og þær rannsóknir sem hann getur lagst í. „Við komum okkur saman um á fundinum að leggja fram þingsályktunartillögu um þingrof sem ráðherra verður að framkvæma fáist tillagan samþykkt.“ Þingmaðurinn segir að mikil óánægja sé í samfélaginu og krafan um kosningar og afsögn forsætisráðherra sé hávær. Til að mynda hafi verið boðað til mótmæla þegar þingið kemur saman á ný eftir páskafrí. „Okkur er algjörlega misboðið og við finnum fyrir miklum þrýstingi um að bregðast við. Við teljum þingrofsverkfærið það besta í stöðunni því með því móti fær almenningur að segja hug sinn í almennum kosningum.“ „Framundan er afnám hafta og það hefur verið mikið rætt um einkavæðingu banka ríkisins. Það er einfaldlega algerlega óboðlegt að þetta fólk, sem fer fyrir þessari ríkisstjórn, fái að koma að því ferli eftir það sem hefur komið í ljós síðustu daga,“ segir Birgitta að lokum.
Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46