Íslenski boltinn

Minningarathöfn um Abel í Vestmannaeyjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Abel Dhaira í leik með ÍBV.
Abel Dhaira í leik með ÍBV. Vísir/Stefán
Minningarathöfn um Abel Dhaira verður haldin í Landakirkju í Vestmannaeyjum á sunnudag.

Abel var markvörður knattspyrnuliðs ÍBV og landsliðs Úganda. Hann lést á páskadag eftir stutta baráttu við krabbamein í kviðarholi, aðeins 28 ára að aldri.

Sjá einnig: Abel Dhaira látinn

Útför hans verður haldin í Úganda en fram kemur á heimasíðu ÍBV að það sé vilji knattspyrnuráðs ÍBV og fjölskyldu Abel að gefa fjölmörgum vinum hans á Íslandi tækifæri til að kveðja hann á viðeigandi hátt.

Sjá einnig: Abel fær viðeigandi jarðarför í Úganda

„ÍBV, fjölskylda Abels og vinir, ítreka þakkir sínar til allra þeirra fjölmörgu sem studdu Abel í baráttunni.  Guð blessi ykkur öll,“ segir á heimasíðu ÍBV.

Athöfnin verður haldin sunnudaginn 3. apríl klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×