„Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Una Sighvatsdóttir skrifar 20. mars 2016 19:00 Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. Við heimreiðina að Elliðavatnsbletti þrjú í Reykjavík stendur bautasteinn til minningar um Ellen Johanne Sveinsson, með áletruninni „Hún valdi börnum sínum sumarland hér“. Ellen var amma Hrafns Gunnlaugssonar, en sjálfur tók hann við lóðinni og sumarhúsi af móður sinni Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu við andlát hennar. „Hér lék ég mér mikið sem barn og var að rækta mikið með móður minni og ég á miklar minningar og góðar héðan. Ef að þetta hús verður rifið og eyðilagt þá held ég að það bitni nú mest á strákunum mínum litlu og krökkunum í fjölskyldunni. Ekki svo mjög að mér, ég er nú orðinn 67 ára og sé ekki fram á að vera hérna mikið. Ég bý ágætlega á Laugarnestanganum,“ segir Hrafn. Stefnt að niðurrifi allra sumarhúsaHúsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur telur nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. „Maður veltir því fyrir sér af hverju þau rök eru að koma upp núna, afhverju þau hafi ekki komið upp fyrir áratugum síðan. Þetta svæði er á neðra vatnsvernarsvæði, það er mjög langt hér fyrir upp í Gvenndarbrunna og varla rennur nú vatn upp í móti,“ segir Hrafn. Hann bætir við að þau fjölskyldan hafi aldrei girt lóðina af heldur geti allir notið svæðisins. „Þetta hefur verið fólkvangur. Það hefur hver sem er mátt fara hér um eins og þeim sýnist, og auðvitað á þetta að vera fólkvangur Reykvíkinga. En maður spyr sig að því hvaða gagn er að því að rífa þetta fallega hús?“Hrafn Gunnlaugsson við sumarhúsið sem reist var árið 2005 á sökkli eldra húss sem reist var 1960.Hefði aldrei reist húsið í óvissu Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann. „Það var móður minni mikið kappsmál að fá að reisa það aftur. Þetta var hennar paradís og sumardvalarstaður, og húsið var reist á sama sökkli. Það er alveg ljóst að hún hefði aldrei reist húsið ef hana hefði órað fyrir því að það væri óvíst um framtíð þess. Það er alveg útilokað,“ segir Hrafn.Telur þetta geta orðið prófmál Hann fer fram á að viðurkenndur verði fyrir dómi ótímabundinn afnotaréttur hans af lóðinni, eða til vara til 75 ára. Hrafn telur þetta geta orðið prófmál á það hvernig einstaklingar standa gagnvart yfirgangi stofnana. En er hann tilbúinn að fara í hart? „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í. Myndi nú vilja finna bara einhverja lausn á þessu mál. Í raun og veru er ég bara að standa vörð um framtíð strákanna minna og fjölskyldunnar og maðru sér ekki svona alveg í stöðunni hvaða tilgangi þetta þjóni. Hvort að hér sé á ferðinni einhvers konar rétttrúnaður sem þarf að hugsa í rólegheitunum.“ Aðalmeðferð í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefst í byrjun maí. Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00 Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. Við heimreiðina að Elliðavatnsbletti þrjú í Reykjavík stendur bautasteinn til minningar um Ellen Johanne Sveinsson, með áletruninni „Hún valdi börnum sínum sumarland hér“. Ellen var amma Hrafns Gunnlaugssonar, en sjálfur tók hann við lóðinni og sumarhúsi af móður sinni Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu við andlát hennar. „Hér lék ég mér mikið sem barn og var að rækta mikið með móður minni og ég á miklar minningar og góðar héðan. Ef að þetta hús verður rifið og eyðilagt þá held ég að það bitni nú mest á strákunum mínum litlu og krökkunum í fjölskyldunni. Ekki svo mjög að mér, ég er nú orðinn 67 ára og sé ekki fram á að vera hérna mikið. Ég bý ágætlega á Laugarnestanganum,“ segir Hrafn. Stefnt að niðurrifi allra sumarhúsaHúsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur telur nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. „Maður veltir því fyrir sér af hverju þau rök eru að koma upp núna, afhverju þau hafi ekki komið upp fyrir áratugum síðan. Þetta svæði er á neðra vatnsvernarsvæði, það er mjög langt hér fyrir upp í Gvenndarbrunna og varla rennur nú vatn upp í móti,“ segir Hrafn. Hann bætir við að þau fjölskyldan hafi aldrei girt lóðina af heldur geti allir notið svæðisins. „Þetta hefur verið fólkvangur. Það hefur hver sem er mátt fara hér um eins og þeim sýnist, og auðvitað á þetta að vera fólkvangur Reykvíkinga. En maður spyr sig að því hvaða gagn er að því að rífa þetta fallega hús?“Hrafn Gunnlaugsson við sumarhúsið sem reist var árið 2005 á sökkli eldra húss sem reist var 1960.Hefði aldrei reist húsið í óvissu Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann. „Það var móður minni mikið kappsmál að fá að reisa það aftur. Þetta var hennar paradís og sumardvalarstaður, og húsið var reist á sama sökkli. Það er alveg ljóst að hún hefði aldrei reist húsið ef hana hefði órað fyrir því að það væri óvíst um framtíð þess. Það er alveg útilokað,“ segir Hrafn.Telur þetta geta orðið prófmál Hann fer fram á að viðurkenndur verði fyrir dómi ótímabundinn afnotaréttur hans af lóðinni, eða til vara til 75 ára. Hrafn telur þetta geta orðið prófmál á það hvernig einstaklingar standa gagnvart yfirgangi stofnana. En er hann tilbúinn að fara í hart? „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í. Myndi nú vilja finna bara einhverja lausn á þessu mál. Í raun og veru er ég bara að standa vörð um framtíð strákanna minna og fjölskyldunnar og maðru sér ekki svona alveg í stöðunni hvaða tilgangi þetta þjóni. Hvort að hér sé á ferðinni einhvers konar rétttrúnaður sem þarf að hugsa í rólegheitunum.“ Aðalmeðferð í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefst í byrjun maí.
Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00 Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00
Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00
Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00
Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07