Innlent

Vonast eftir sátt við Elliðavatn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sumarhús hafa verið við Elliðavatn í nær hundrað ár.
Sumarhús hafa verið við Elliðavatn í nær hundrað ár. Vísir/GVA
Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað.

„Það er stefna OR að sumarhúsabyggðin víki af vatnsverndarsvæðinu með tíð og tíma enda skuli verndun drykkjarvatns fyrir höfuðborgarsvæðið hafa forgang fram yfir hagsmuni einstaklinga. Fyrirtækið vinnur enn að því markmiði og vonast til að sem best sátt geti náðst við sem flesta húseigendur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR.


Tengdar fréttir

Eigendur bústaða ætla ekki að víkja

Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar.

OR hefur sjálf niðurrif Elliðavatnshúsa

Sumarhús á landi Orkuveitunnar við Elliðavatn munu þurfa að víkja í samræmi við leigusamninga sem gerðir voru 2004 og runnu út í árslok 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×