Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Sumarhúsin í Elliðavatnsblettum hafa sum staðið frá því á þriðja tug síðustu aldar og eru menningarverðmæti segir lögmaður eigendanna. vísir/gva „Orkuveitu Reykjavíkur er ekki heimilt að ganga fram í sýslan sinni eins og þeir sem þar hafa verið settir til ábyrgðar séu að höndla með sína eigin hagsmuni eða reka söluturn,“ segir Ástráður Haraldsson, lögmaður eigenda tólf sumarhúsa í landi Orkuveitunnar við Elliðavatn, í bréfi til lögmanna OR.Ástráður Haraldsson.vísir/ernirFram hefur komið í Fréttablaðinu að Orkuveitan telur nauðsynlegt að öll sumarhúsin á svæðinu hverfi þaðan á endanum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bústaðirnir standa á leigulóðum og lítur OR þannig á að leigusamningar um þær hafi runnið út í árslok 2012. Hús eru á 25 af 35 lóðum OR í Elliðavatnsblettum. Áður hafði Orkuveitan krafist þess að húsin yrðu fjarlægð á kostnað eigendanna en stefnubreyting varð í haust þegar fyrirtækið tók sjálft að sér niðurrif á litlum bústað þar sem eigandinn hafði fallið frá.Bjarni Bjarnason„Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í Fréttablaðinu 24. september síðastliðinn. Bjarni undirstrikaði þá að Orkuveitunni væri treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og hún bæri því mikla ábyrgð. Ástráður segir að sumarhúsaeigendunum hafi borist bréf frá Orkuveitunni þar sem boðin séu tvenns konar kjör. „Annars vegar er nokkrum þeirra tilkynnt um að leigusamningur verði ekki endurnýjaður og þeim boðið að Orkuveita Reykjavíkur kosti brottflutning mannvirkja af lóðinni. Hins vegar er í flestum tilvikum boðið upp á tímabundna endurnýjun leigusamninga um ótilgreindan tíma,“ upplýsir Ástráður. Orkuveitan vísar til ástands húsanna og þess hvort þau séu mikið notuð varðandi það hvort þau fái tímabundna framlengingu á leigu eða hvort niðurrifs sé krafist. Ástráður segir engin málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun enda standist ekki fullyrðingar OR um ásigkomulag húsanna eða notkun þeirra. Þá segir lögmaðurinn varðandi tímabundna framlengingu leigusamninga að stefna Orkuveitunnar þurfi að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. „Ekki verður annað séð en að duttlungar og geðþótti ráði þar einir för,“ skrifar lögmaðurinn. Hann nefnir að á fyrsta áratug þessarar aldar hafi verið gerðar ýmsar úrbætur á bústöðunum í samráði við Orkuveituna. „Á sama tíma hafa orðið eigendaskipti á bústöðum með vitund og samþykki Orkuveitu Reykjavíkur. Hinir nýju eigendur keyptu á markaðsverði í trausti þess að bústaðirnir fengju að standa,“ segir í bréfi lögmannsins. Fram að stefnubreytingu hjá Orkuveitunni hafi eigendur sumarhúsanna haft réttmætar væntingar um að byggðin fengi að standa „en yrði ekki útlæg ger á á grundvelli geðþótta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur eða borgaryfirvalda“. Lögmaðurinn bendir á að í nýrri vatnsverndarsamþykkt sé ekki minnst á sumarbústaðina. Í greinargerð með samþykktinni sé þó getið um að fáein sumarhús séu í jaðri grannsvæðisins í Reykjavík. „Ekki er talin forsenda eða nægilega traust gögn til að beita almennu banni við notkun þeirra,“ vitnar Ástráður til greinargerðarinnar. Þá rekur Ástráður að í aðalskipulagi segi í umsögn um gróðurbeltið umhverfis höfuðborgarsvæðið, Græna trefilinn svokallaða, að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun sumarhúsa þar en að lagfæra megi gömul hús eða endurbyggja í sömu stærð. Meðal þess sem lögmaður bústaðaeigendanna vitnar til er saga sumarhúsabyggðarinnar við Elliðavatnsbletti. „Þessi byggð og elsta frístundabyggð landsins við Þingvallavatn eru fyrstu sumarhús sem Íslendingar reistu,“ fullyrðir lögmaðurinn sem kveður mörg húsanna hafa byggingarsögulegt gildi og byggðina alla menningarsögulegt gildi. „Núgildandi stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að mati umbjóðenda minna upprennandi menningarsögulegt stórslys sem innan skamms tíma myndi verða talið borgaryfirvöldum til háðungar.“ Bréf lögmannsins hefur verið lagt fram í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
„Orkuveitu Reykjavíkur er ekki heimilt að ganga fram í sýslan sinni eins og þeir sem þar hafa verið settir til ábyrgðar séu að höndla með sína eigin hagsmuni eða reka söluturn,“ segir Ástráður Haraldsson, lögmaður eigenda tólf sumarhúsa í landi Orkuveitunnar við Elliðavatn, í bréfi til lögmanna OR.Ástráður Haraldsson.vísir/ernirFram hefur komið í Fréttablaðinu að Orkuveitan telur nauðsynlegt að öll sumarhúsin á svæðinu hverfi þaðan á endanum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bústaðirnir standa á leigulóðum og lítur OR þannig á að leigusamningar um þær hafi runnið út í árslok 2012. Hús eru á 25 af 35 lóðum OR í Elliðavatnsblettum. Áður hafði Orkuveitan krafist þess að húsin yrðu fjarlægð á kostnað eigendanna en stefnubreyting varð í haust þegar fyrirtækið tók sjálft að sér niðurrif á litlum bústað þar sem eigandinn hafði fallið frá.Bjarni Bjarnason„Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í Fréttablaðinu 24. september síðastliðinn. Bjarni undirstrikaði þá að Orkuveitunni væri treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og hún bæri því mikla ábyrgð. Ástráður segir að sumarhúsaeigendunum hafi borist bréf frá Orkuveitunni þar sem boðin séu tvenns konar kjör. „Annars vegar er nokkrum þeirra tilkynnt um að leigusamningur verði ekki endurnýjaður og þeim boðið að Orkuveita Reykjavíkur kosti brottflutning mannvirkja af lóðinni. Hins vegar er í flestum tilvikum boðið upp á tímabundna endurnýjun leigusamninga um ótilgreindan tíma,“ upplýsir Ástráður. Orkuveitan vísar til ástands húsanna og þess hvort þau séu mikið notuð varðandi það hvort þau fái tímabundna framlengingu á leigu eða hvort niðurrifs sé krafist. Ástráður segir engin málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun enda standist ekki fullyrðingar OR um ásigkomulag húsanna eða notkun þeirra. Þá segir lögmaðurinn varðandi tímabundna framlengingu leigusamninga að stefna Orkuveitunnar þurfi að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. „Ekki verður annað séð en að duttlungar og geðþótti ráði þar einir för,“ skrifar lögmaðurinn. Hann nefnir að á fyrsta áratug þessarar aldar hafi verið gerðar ýmsar úrbætur á bústöðunum í samráði við Orkuveituna. „Á sama tíma hafa orðið eigendaskipti á bústöðum með vitund og samþykki Orkuveitu Reykjavíkur. Hinir nýju eigendur keyptu á markaðsverði í trausti þess að bústaðirnir fengju að standa,“ segir í bréfi lögmannsins. Fram að stefnubreytingu hjá Orkuveitunni hafi eigendur sumarhúsanna haft réttmætar væntingar um að byggðin fengi að standa „en yrði ekki útlæg ger á á grundvelli geðþótta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur eða borgaryfirvalda“. Lögmaðurinn bendir á að í nýrri vatnsverndarsamþykkt sé ekki minnst á sumarbústaðina. Í greinargerð með samþykktinni sé þó getið um að fáein sumarhús séu í jaðri grannsvæðisins í Reykjavík. „Ekki er talin forsenda eða nægilega traust gögn til að beita almennu banni við notkun þeirra,“ vitnar Ástráður til greinargerðarinnar. Þá rekur Ástráður að í aðalskipulagi segi í umsögn um gróðurbeltið umhverfis höfuðborgarsvæðið, Græna trefilinn svokallaða, að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun sumarhúsa þar en að lagfæra megi gömul hús eða endurbyggja í sömu stærð. Meðal þess sem lögmaður bústaðaeigendanna vitnar til er saga sumarhúsabyggðarinnar við Elliðavatnsbletti. „Þessi byggð og elsta frístundabyggð landsins við Þingvallavatn eru fyrstu sumarhús sem Íslendingar reistu,“ fullyrðir lögmaðurinn sem kveður mörg húsanna hafa byggingarsögulegt gildi og byggðina alla menningarsögulegt gildi. „Núgildandi stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að mati umbjóðenda minna upprennandi menningarsögulegt stórslys sem innan skamms tíma myndi verða talið borgaryfirvöldum til háðungar.“ Bréf lögmannsins hefur verið lagt fram í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00