Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Sumarhúsin í Elliðavatnsblettum hafa sum staðið frá því á þriðja tug síðustu aldar og eru menningarverðmæti segir lögmaður eigendanna. vísir/gva „Orkuveitu Reykjavíkur er ekki heimilt að ganga fram í sýslan sinni eins og þeir sem þar hafa verið settir til ábyrgðar séu að höndla með sína eigin hagsmuni eða reka söluturn,“ segir Ástráður Haraldsson, lögmaður eigenda tólf sumarhúsa í landi Orkuveitunnar við Elliðavatn, í bréfi til lögmanna OR.Ástráður Haraldsson.vísir/ernirFram hefur komið í Fréttablaðinu að Orkuveitan telur nauðsynlegt að öll sumarhúsin á svæðinu hverfi þaðan á endanum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bústaðirnir standa á leigulóðum og lítur OR þannig á að leigusamningar um þær hafi runnið út í árslok 2012. Hús eru á 25 af 35 lóðum OR í Elliðavatnsblettum. Áður hafði Orkuveitan krafist þess að húsin yrðu fjarlægð á kostnað eigendanna en stefnubreyting varð í haust þegar fyrirtækið tók sjálft að sér niðurrif á litlum bústað þar sem eigandinn hafði fallið frá.Bjarni Bjarnason„Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í Fréttablaðinu 24. september síðastliðinn. Bjarni undirstrikaði þá að Orkuveitunni væri treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og hún bæri því mikla ábyrgð. Ástráður segir að sumarhúsaeigendunum hafi borist bréf frá Orkuveitunni þar sem boðin séu tvenns konar kjör. „Annars vegar er nokkrum þeirra tilkynnt um að leigusamningur verði ekki endurnýjaður og þeim boðið að Orkuveita Reykjavíkur kosti brottflutning mannvirkja af lóðinni. Hins vegar er í flestum tilvikum boðið upp á tímabundna endurnýjun leigusamninga um ótilgreindan tíma,“ upplýsir Ástráður. Orkuveitan vísar til ástands húsanna og þess hvort þau séu mikið notuð varðandi það hvort þau fái tímabundna framlengingu á leigu eða hvort niðurrifs sé krafist. Ástráður segir engin málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun enda standist ekki fullyrðingar OR um ásigkomulag húsanna eða notkun þeirra. Þá segir lögmaðurinn varðandi tímabundna framlengingu leigusamninga að stefna Orkuveitunnar þurfi að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. „Ekki verður annað séð en að duttlungar og geðþótti ráði þar einir för,“ skrifar lögmaðurinn. Hann nefnir að á fyrsta áratug þessarar aldar hafi verið gerðar ýmsar úrbætur á bústöðunum í samráði við Orkuveituna. „Á sama tíma hafa orðið eigendaskipti á bústöðum með vitund og samþykki Orkuveitu Reykjavíkur. Hinir nýju eigendur keyptu á markaðsverði í trausti þess að bústaðirnir fengju að standa,“ segir í bréfi lögmannsins. Fram að stefnubreytingu hjá Orkuveitunni hafi eigendur sumarhúsanna haft réttmætar væntingar um að byggðin fengi að standa „en yrði ekki útlæg ger á á grundvelli geðþótta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur eða borgaryfirvalda“. Lögmaðurinn bendir á að í nýrri vatnsverndarsamþykkt sé ekki minnst á sumarbústaðina. Í greinargerð með samþykktinni sé þó getið um að fáein sumarhús séu í jaðri grannsvæðisins í Reykjavík. „Ekki er talin forsenda eða nægilega traust gögn til að beita almennu banni við notkun þeirra,“ vitnar Ástráður til greinargerðarinnar. Þá rekur Ástráður að í aðalskipulagi segi í umsögn um gróðurbeltið umhverfis höfuðborgarsvæðið, Græna trefilinn svokallaða, að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun sumarhúsa þar en að lagfæra megi gömul hús eða endurbyggja í sömu stærð. Meðal þess sem lögmaður bústaðaeigendanna vitnar til er saga sumarhúsabyggðarinnar við Elliðavatnsbletti. „Þessi byggð og elsta frístundabyggð landsins við Þingvallavatn eru fyrstu sumarhús sem Íslendingar reistu,“ fullyrðir lögmaðurinn sem kveður mörg húsanna hafa byggingarsögulegt gildi og byggðina alla menningarsögulegt gildi. „Núgildandi stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að mati umbjóðenda minna upprennandi menningarsögulegt stórslys sem innan skamms tíma myndi verða talið borgaryfirvöldum til háðungar.“ Bréf lögmannsins hefur verið lagt fram í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Orkuveitu Reykjavíkur er ekki heimilt að ganga fram í sýslan sinni eins og þeir sem þar hafa verið settir til ábyrgðar séu að höndla með sína eigin hagsmuni eða reka söluturn,“ segir Ástráður Haraldsson, lögmaður eigenda tólf sumarhúsa í landi Orkuveitunnar við Elliðavatn, í bréfi til lögmanna OR.Ástráður Haraldsson.vísir/ernirFram hefur komið í Fréttablaðinu að Orkuveitan telur nauðsynlegt að öll sumarhúsin á svæðinu hverfi þaðan á endanum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bústaðirnir standa á leigulóðum og lítur OR þannig á að leigusamningar um þær hafi runnið út í árslok 2012. Hús eru á 25 af 35 lóðum OR í Elliðavatnsblettum. Áður hafði Orkuveitan krafist þess að húsin yrðu fjarlægð á kostnað eigendanna en stefnubreyting varð í haust þegar fyrirtækið tók sjálft að sér niðurrif á litlum bústað þar sem eigandinn hafði fallið frá.Bjarni Bjarnason„Þetta geta verið umtalsverðir fjármunir fyrir einstaklinga en í hinu stóra samhengi vatnsverndarmála væru þetta ekki mikil útgjöld fyrir Orkuveituna,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í Fréttablaðinu 24. september síðastliðinn. Bjarni undirstrikaði þá að Orkuveitunni væri treyst fyrir nýtingu vatnsauðlindarinnar og hún bæri því mikla ábyrgð. Ástráður segir að sumarhúsaeigendunum hafi borist bréf frá Orkuveitunni þar sem boðin séu tvenns konar kjör. „Annars vegar er nokkrum þeirra tilkynnt um að leigusamningur verði ekki endurnýjaður og þeim boðið að Orkuveita Reykjavíkur kosti brottflutning mannvirkja af lóðinni. Hins vegar er í flestum tilvikum boðið upp á tímabundna endurnýjun leigusamninga um ótilgreindan tíma,“ upplýsir Ástráður. Orkuveitan vísar til ástands húsanna og þess hvort þau séu mikið notuð varðandi það hvort þau fái tímabundna framlengingu á leigu eða hvort niðurrifs sé krafist. Ástráður segir engin málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun enda standist ekki fullyrðingar OR um ásigkomulag húsanna eða notkun þeirra. Þá segir lögmaðurinn varðandi tímabundna framlengingu leigusamninga að stefna Orkuveitunnar þurfi að byggjast á lögmætum sjónarmiðum. „Ekki verður annað séð en að duttlungar og geðþótti ráði þar einir för,“ skrifar lögmaðurinn. Hann nefnir að á fyrsta áratug þessarar aldar hafi verið gerðar ýmsar úrbætur á bústöðunum í samráði við Orkuveituna. „Á sama tíma hafa orðið eigendaskipti á bústöðum með vitund og samþykki Orkuveitu Reykjavíkur. Hinir nýju eigendur keyptu á markaðsverði í trausti þess að bústaðirnir fengju að standa,“ segir í bréfi lögmannsins. Fram að stefnubreytingu hjá Orkuveitunni hafi eigendur sumarhúsanna haft réttmætar væntingar um að byggðin fengi að standa „en yrði ekki útlæg ger á á grundvelli geðþótta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur eða borgaryfirvalda“. Lögmaðurinn bendir á að í nýrri vatnsverndarsamþykkt sé ekki minnst á sumarbústaðina. Í greinargerð með samþykktinni sé þó getið um að fáein sumarhús séu í jaðri grannsvæðisins í Reykjavík. „Ekki er talin forsenda eða nægilega traust gögn til að beita almennu banni við notkun þeirra,“ vitnar Ástráður til greinargerðarinnar. Þá rekur Ástráður að í aðalskipulagi segi í umsögn um gróðurbeltið umhverfis höfuðborgarsvæðið, Græna trefilinn svokallaða, að ekki sé gert ráð fyrir fjölgun sumarhúsa þar en að lagfæra megi gömul hús eða endurbyggja í sömu stærð. Meðal þess sem lögmaður bústaðaeigendanna vitnar til er saga sumarhúsabyggðarinnar við Elliðavatnsbletti. „Þessi byggð og elsta frístundabyggð landsins við Þingvallavatn eru fyrstu sumarhús sem Íslendingar reistu,“ fullyrðir lögmaðurinn sem kveður mörg húsanna hafa byggingarsögulegt gildi og byggðina alla menningarsögulegt gildi. „Núgildandi stefna Orkuveitu Reykjavíkur er að mati umbjóðenda minna upprennandi menningarsögulegt stórslys sem innan skamms tíma myndi verða talið borgaryfirvöldum til háðungar.“ Bréf lögmannsins hefur verið lagt fram í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent