Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Fulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1908 með einni undantekningu. vísir/Pjetur Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. Þá er gjarnan sagt að á bak við hvern fulltrúa þurfi að vera ákveðinn fjöldi íbúa. Í Reykjavík í dag eru um 8.100 íbúar á bak við hvern fulltrúa en væru um 5.300 eftir breytingar. Til samanburðar eru um 5.300 manns á bak við hvern alþingismann. Þá breyttist íbúafjöldi í Garðabæ töluvert fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar með sameiningunni við Álftanes. Í kjölfarið reið Garðabær strax á vaðið og fjölgaði fulltrúum sínum úr sjö í ellefu.Hráir útreikningar Fréttablaðsins á fjölgun borgarfulltrúa sýna að launakostnaður vegna borgarfulltrúa myndi aukast um 56 milljónir á ári miðað við núverandi launakjör þeirra. Þá er ekki talinn með kostnaður vegna skrifstofuaðstöðu, tölvubúnaðar og álíka né álag og laun vegna nefndarformennsku. Þá ber þess að geta að inni í útreikningunum eru laun fyrsta varaborgarfulltrúa hvers flokks en samkvæmt samþykkt um kjör borgarfulltrúa fá fyrstu varamenn 70 prósent af launum borgarfulltrúa.Þó kemur það fram í greinargerð með frumvarpinu að fjölgunin komi hugsanlega ekki til með að bera með sér kostnaðarauka. „Reynslan sýnir að í Reykjavík eru fleiri einstaklingar í reynd virkir sem borgarfulltrúar en þeir 15 sem kosnir eru. Almennt hafa varamenn einnig mjög ríka aðkomu að stjórn borgarinnar og skipa iðulega fundi við umræðu um málefni sem þeir þekkja vel eða hefur verið falið að kynna sér. Gera má ráð fyrir að virkir borgarfulltrúar séu í reynd nær 30 en 15,“ segir í greinagerðinni. Þrátt fyrir að fjölgunin liggi fyrir er hún ekki óumdeild. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Sigríðar Á. Andersen sem kveður á um að fjölgunin verði tekin til baka enda óþarfi að löggjafinn þvingi Reykjavíkurborg til að fjölga borgarfulltrúum með sveitarstjórnarlögum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er hlynntur frumvarpi Sigríðar. „Ég styð það að það sé meira í sjálfsvald sveitarfélagsins sett að ákveða fjölda borgarfulltrúa, að það sé ekki fyrirskipun frá Alþingi. Við höfum lagt það mat á, þangað til að annað kemur í ljós, að það sé dýrara að bæta við átta borgarfulltrúum,“ segir Halldór. Sjálfstæðisflokkurinn óskaði í fyrra eftir upplýsingum um kostnað við fjölgun borgarfulltrúa en þær upplýsingar bárust aldrei. Halldór segir það ljóst að kostnaðurinn muni aukast ef halda á í sama kerfi þar sem allir borgarfulltrúar eru á fullum launum. „Það var ekki þannig áður fyrr og er ekki í neinu öðru sveitarfélagi á Íslandi.“Hann nefnir til dæmis borgarstjórn Kaupmannahafnar sem telur 55 manns sem eru í hlutastarfi sem borgarfulltrúar. Þá segir hann starfsálagið ekki þess eðlis að það kalli á fjölgun fulltrúa. „Ég tel að borgarfulltrúar komist ágætlega yfir þetta eins og er, ekki síst vegna þess að varaborgarfulltrúar eru í 70 prósent starfi og þá er þetta dekkað frekar vel,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að útfærslunni í forsætisnefnd borgarinnar og í svarinu kemur fram að kostnaðurinn sé óverulegur. Fyrir liggur að gera þarf breytingar á nefndum og ráðum borgarinnar en fjölgunin væri ekki gerð með núverandi fyrirkomilagi. „Á þessari stundu er því ómögulegt að áætla kostnað við breytinguna, það eina sem liggur fyrir er að ekki verður um að ræða viðbót á sömu forsendum og nú gilda. Í vinnu forsætisnefndar er jafnframt gert ráð fyrir því að launakjör borgarfulltrúa taki breytingum,“ segir í svari borgarinnar. Þá kannaði Fréttablaðið hvernig borgarstjórn liti út ef að kosið hefði með breyttu fyrirkomulagi árið 2014. Samkvæmt reiknireglu D'hondt sem er notuð við útreikninga á kosningum hérlendis myndi meirihlutinn vissulega halda velli með 15 fulltrúa af 23. Björt Framtíð græðir hlutfallslega mest á breytingunni en flokkurinn myndi bæta tveimur fulltrúum við sig og tvöfaldast miðað við núverandi stöðu. Samfylkingin yrði enn sem áður stærst, fengi þrjá fulltrúa aukalega. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tvo og Vinstri Græn einn. D'hondt reiknireglan á til með að refsa minni flokkum en fulltrúafjöldi Framsóknar og flugvallarvina og Pírata myndi haldast óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 fulltrúa hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykjavíkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undantekning er á þessu er kjörtímabilið 1978 til 1982 var borgarfulltrúum fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitastjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. Þá er gjarnan sagt að á bak við hvern fulltrúa þurfi að vera ákveðinn fjöldi íbúa. Í Reykjavík í dag eru um 8.100 íbúar á bak við hvern fulltrúa en væru um 5.300 eftir breytingar. Til samanburðar eru um 5.300 manns á bak við hvern alþingismann. Þá breyttist íbúafjöldi í Garðabæ töluvert fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar með sameiningunni við Álftanes. Í kjölfarið reið Garðabær strax á vaðið og fjölgaði fulltrúum sínum úr sjö í ellefu.Hráir útreikningar Fréttablaðsins á fjölgun borgarfulltrúa sýna að launakostnaður vegna borgarfulltrúa myndi aukast um 56 milljónir á ári miðað við núverandi launakjör þeirra. Þá er ekki talinn með kostnaður vegna skrifstofuaðstöðu, tölvubúnaðar og álíka né álag og laun vegna nefndarformennsku. Þá ber þess að geta að inni í útreikningunum eru laun fyrsta varaborgarfulltrúa hvers flokks en samkvæmt samþykkt um kjör borgarfulltrúa fá fyrstu varamenn 70 prósent af launum borgarfulltrúa.Þó kemur það fram í greinargerð með frumvarpinu að fjölgunin komi hugsanlega ekki til með að bera með sér kostnaðarauka. „Reynslan sýnir að í Reykjavík eru fleiri einstaklingar í reynd virkir sem borgarfulltrúar en þeir 15 sem kosnir eru. Almennt hafa varamenn einnig mjög ríka aðkomu að stjórn borgarinnar og skipa iðulega fundi við umræðu um málefni sem þeir þekkja vel eða hefur verið falið að kynna sér. Gera má ráð fyrir að virkir borgarfulltrúar séu í reynd nær 30 en 15,“ segir í greinagerðinni. Þrátt fyrir að fjölgunin liggi fyrir er hún ekki óumdeild. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Sigríðar Á. Andersen sem kveður á um að fjölgunin verði tekin til baka enda óþarfi að löggjafinn þvingi Reykjavíkurborg til að fjölga borgarfulltrúum með sveitarstjórnarlögum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, er hlynntur frumvarpi Sigríðar. „Ég styð það að það sé meira í sjálfsvald sveitarfélagsins sett að ákveða fjölda borgarfulltrúa, að það sé ekki fyrirskipun frá Alþingi. Við höfum lagt það mat á, þangað til að annað kemur í ljós, að það sé dýrara að bæta við átta borgarfulltrúum,“ segir Halldór. Sjálfstæðisflokkurinn óskaði í fyrra eftir upplýsingum um kostnað við fjölgun borgarfulltrúa en þær upplýsingar bárust aldrei. Halldór segir það ljóst að kostnaðurinn muni aukast ef halda á í sama kerfi þar sem allir borgarfulltrúar eru á fullum launum. „Það var ekki þannig áður fyrr og er ekki í neinu öðru sveitarfélagi á Íslandi.“Hann nefnir til dæmis borgarstjórn Kaupmannahafnar sem telur 55 manns sem eru í hlutastarfi sem borgarfulltrúar. Þá segir hann starfsálagið ekki þess eðlis að það kalli á fjölgun fulltrúa. „Ég tel að borgarfulltrúar komist ágætlega yfir þetta eins og er, ekki síst vegna þess að varaborgarfulltrúar eru í 70 prósent starfi og þá er þetta dekkað frekar vel,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að útfærslunni í forsætisnefnd borgarinnar og í svarinu kemur fram að kostnaðurinn sé óverulegur. Fyrir liggur að gera þarf breytingar á nefndum og ráðum borgarinnar en fjölgunin væri ekki gerð með núverandi fyrirkomilagi. „Á þessari stundu er því ómögulegt að áætla kostnað við breytinguna, það eina sem liggur fyrir er að ekki verður um að ræða viðbót á sömu forsendum og nú gilda. Í vinnu forsætisnefndar er jafnframt gert ráð fyrir því að launakjör borgarfulltrúa taki breytingum,“ segir í svari borgarinnar. Þá kannaði Fréttablaðið hvernig borgarstjórn liti út ef að kosið hefði með breyttu fyrirkomulagi árið 2014. Samkvæmt reiknireglu D'hondt sem er notuð við útreikninga á kosningum hérlendis myndi meirihlutinn vissulega halda velli með 15 fulltrúa af 23. Björt Framtíð græðir hlutfallslega mest á breytingunni en flokkurinn myndi bæta tveimur fulltrúum við sig og tvöfaldast miðað við núverandi stöðu. Samfylkingin yrði enn sem áður stærst, fengi þrjá fulltrúa aukalega. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tvo og Vinstri Græn einn. D'hondt reiknireglan á til með að refsa minni flokkum en fulltrúafjöldi Framsóknar og flugvallarvina og Pírata myndi haldast óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Sjá meira