Ófrægingarmenn sagðir hamast í yfirburðamanninum Sigmundi Davíð Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2016 12:30 Þorsteinn rís upp til varnar formanni sínum og hellir sér yfir þá sem gagnrýna hann vegna nýtilkominna upplýsinga þess efnis að kona hans var meðal kröfuhafa. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins ritar grein sem Vísir birti þar sem hann hellir sér yfir þá sem hafa gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í kjölfar fregna um að kona hans geymi fúlgur fjár, fjölskylduarfinn, á Jómfrúreyjum. Þorsteinn hefur mál sitt á að lýsa afrekum og í raun yfirburðum Sigmundar. Og víkur þá máli sínu að þeim sem hafa viljað gagnrýna forsætisráðherra.Lágkúrlegt ófrægingartal minnipokamanna„Ófrægingarmönnum virðast sárna þessi staðreynd kannski vegna þess að þeir höfðu ekki kjark og þor til að ráðast til atlögu við kröfuhafa. Ófrægingarmennirnir þola ekki að forsætisráðherra á alla kosti sem þá skortir. Hann á framsýni kjark og dug sem þeir eiga ekki. Þess vegna hefur þetta ógæfufólk hamast á forsætisráðherra hvern dag í þrjú ár en auðvitað án árangurs því niðurrifið og hælbitin efla Sigmund Davíð í hverri raun,“ skrifar Þorsteinn sem hefur þegar fengið góðar viðtökur við þessum skrifum á samfélagsmiðlum, meðal samflokksmanna sinna. Hann er sagður tala mannamál. Vigdís Hauksdóttir er meðal þeirra sem deilir grein Þorsteins og hún spyr, í umræðu á eigin Facebookvegg: „... viljið þið vera svo væn að benda mér á hvar lögbrot hefur átt sér stað? Þetta mál er keyrt áfram af lægstu hvötum mannkyns - vænisýki og afbrýðisemi - en það kunna vinstri menn best af öllum - það ætlaði allt af hjörum á síðasta kjörtímabili - út í mig - þegar ég gerði athugasemdir við að tveir makar ráðherra fengu úthlutað listamannalaunum úr ríkissjóði !!!“ Og svo enn sé gripið niður í reiðilestur þingmannsins: „Hvað tekur ófrægingarliðið þá til bragðs? Jú, það skrifar nýjan kafla í lágkúruumræðu sinni með því að beina spjótum sínum að eiginkonu forsætisráðherra vegna þess að hún á eignir. Og hvað haldiði nema þau fái ekki í lið með sér hjárænulegan Sjálfstæðisþingmann sem er í vandræðum með sjálfsmynd sína. Það eru tíðindi að Sjálfstæðisþingmaður láti vinstrið siga sér eins og rakka vegna einhverrar minnimáttakenndar.“ Þarna víkur Þorsteinn að gagnrýni Vilhjálms Bjarnasonar og má ljóst vera að grunnt er á því góða milli þingmanna stjórnarflokkanna um þessar mundir. Matthías Imsland, aðstoðarmaður forsætisráðherra, hafði áður haldið því fram að hann viti ekki neinn Framsóknarmann sem treysti Vilhjálmi.Ógæfufólk í pólitíkÞorsteinn segir það lengi hafa verið þekkta staðreynd að eiginkona forsætisráðherra sé vel efnuð og engin leynd hafi verið um hvernig þær eignir eru til komnar. „En hælbítarnir gefast ekki upp enda eru pólísk samtök þeirra við það að þurrkast út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framgöngu þeirra undanfarin ár.“ Þorsteinn spyr, og tekur þar undir með formanni sínum sem ritaði grein um málið fyrir skemmstu: „Viljum við að íslensk stjórnmálaumræða snúist um fjölskyldumeðlimi stjórnmálamanna? Fjölskyldumeðlimi sem eru ekki þátttakendur í stjórnmálum. Þurfa stjórnmálamenn framvegist að gera ráð fyrir því að fjölskyldur þeirra verði fyrir áreiti og dylgjum vegna þess að makinn er í pólitík? Mitt svar er nei. Til þess að svo megi verða þarf ógæfufólkið í pólitík að gaumgæfa vel framgöngu sína.“ Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35 Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Vilhjálmur Bjarnason segir skráningu eigna nánast aukaatriði. 19. mars 2016 18:15 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins ritar grein sem Vísir birti þar sem hann hellir sér yfir þá sem hafa gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í kjölfar fregna um að kona hans geymi fúlgur fjár, fjölskylduarfinn, á Jómfrúreyjum. Þorsteinn hefur mál sitt á að lýsa afrekum og í raun yfirburðum Sigmundar. Og víkur þá máli sínu að þeim sem hafa viljað gagnrýna forsætisráðherra.Lágkúrlegt ófrægingartal minnipokamanna„Ófrægingarmönnum virðast sárna þessi staðreynd kannski vegna þess að þeir höfðu ekki kjark og þor til að ráðast til atlögu við kröfuhafa. Ófrægingarmennirnir þola ekki að forsætisráðherra á alla kosti sem þá skortir. Hann á framsýni kjark og dug sem þeir eiga ekki. Þess vegna hefur þetta ógæfufólk hamast á forsætisráðherra hvern dag í þrjú ár en auðvitað án árangurs því niðurrifið og hælbitin efla Sigmund Davíð í hverri raun,“ skrifar Þorsteinn sem hefur þegar fengið góðar viðtökur við þessum skrifum á samfélagsmiðlum, meðal samflokksmanna sinna. Hann er sagður tala mannamál. Vigdís Hauksdóttir er meðal þeirra sem deilir grein Þorsteins og hún spyr, í umræðu á eigin Facebookvegg: „... viljið þið vera svo væn að benda mér á hvar lögbrot hefur átt sér stað? Þetta mál er keyrt áfram af lægstu hvötum mannkyns - vænisýki og afbrýðisemi - en það kunna vinstri menn best af öllum - það ætlaði allt af hjörum á síðasta kjörtímabili - út í mig - þegar ég gerði athugasemdir við að tveir makar ráðherra fengu úthlutað listamannalaunum úr ríkissjóði !!!“ Og svo enn sé gripið niður í reiðilestur þingmannsins: „Hvað tekur ófrægingarliðið þá til bragðs? Jú, það skrifar nýjan kafla í lágkúruumræðu sinni með því að beina spjótum sínum að eiginkonu forsætisráðherra vegna þess að hún á eignir. Og hvað haldiði nema þau fái ekki í lið með sér hjárænulegan Sjálfstæðisþingmann sem er í vandræðum með sjálfsmynd sína. Það eru tíðindi að Sjálfstæðisþingmaður láti vinstrið siga sér eins og rakka vegna einhverrar minnimáttakenndar.“ Þarna víkur Þorsteinn að gagnrýni Vilhjálms Bjarnasonar og má ljóst vera að grunnt er á því góða milli þingmanna stjórnarflokkanna um þessar mundir. Matthías Imsland, aðstoðarmaður forsætisráðherra, hafði áður haldið því fram að hann viti ekki neinn Framsóknarmann sem treysti Vilhjálmi.Ógæfufólk í pólitíkÞorsteinn segir það lengi hafa verið þekkta staðreynd að eiginkona forsætisráðherra sé vel efnuð og engin leynd hafi verið um hvernig þær eignir eru til komnar. „En hælbítarnir gefast ekki upp enda eru pólísk samtök þeirra við það að þurrkast út. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með framgöngu þeirra undanfarin ár.“ Þorsteinn spyr, og tekur þar undir með formanni sínum sem ritaði grein um málið fyrir skemmstu: „Viljum við að íslensk stjórnmálaumræða snúist um fjölskyldumeðlimi stjórnmálamanna? Fjölskyldumeðlimi sem eru ekki þátttakendur í stjórnmálum. Þurfa stjórnmálamenn framvegist að gera ráð fyrir því að fjölskyldur þeirra verði fyrir áreiti og dylgjum vegna þess að makinn er í pólitík? Mitt svar er nei. Til þess að svo megi verða þarf ógæfufólkið í pólitík að gaumgæfa vel framgöngu sína.“
Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35 Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Vilhjálmur Bjarnason segir skráningu eigna nánast aukaatriði. 19. mars 2016 18:15 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins: Vonar að Sigmundur svari ekki Kára Bréf Kára Stefánssonar er einhver mesta rökleysa sem Haraldur Einarsson hefur séð. 18. mars 2016 10:35
Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Stjórnarþingmaður segir Wintris-málið rýra traust milli stjórnarflokkanna Vilhjálmur Bjarnason segir skráningu eigna nánast aukaatriði. 19. mars 2016 18:15
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25