Tyrknesk yfirvöld framseldu einn árásarmannanna til Hollands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 22:10 Brahim og Khalid El Bakraoui. vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55