Dönsku blöðin afar ánægð með sigurinn á Íslandi í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 14:30 Nicolai Jorgensen fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. Vísir/Getty Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00
Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22