Innlent

Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun

Bjarki Ármannsson skrifar
Kári Stefánsson vill að meira fé verði varið í heilbrigðiskerfið.
Kári Stefánsson vill að meira fé verði varið í heilbrigðiskerfið. Vísir/GVA
Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Alls hafa 83.682 skrifað undir þegar þetta er skrifað og krafist þess að Alþingi verji árlega ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins.

Áður hafði flestum undirskrifum verið safnað árið 2008 en sú söfnun beindist gegn beitingu breska ríkisins á hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Þá skrifuðu 83.353 undir.

Miðað við lista á vefsíðunni Wikipedia, fylgja aðrar stórar undirskriftasafnanir langt á eftir þessum tveimur stærstu. Sú þriðja stærsta taldi 69.637 undirskriftir en þar lýsti fólk yfir vilja sínum til þess að halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.