Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 10:03 Velkomin! Íbúar á Cape Breton taka Bandaríkjamönnum fagnandi. Mynd af heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Í hverjum forsetakosningum, og raunar við fleiri tilefni, henda fjölmargir Bandaríkjamenn fram þeirri fullyrðingu að verði niðurstaðan ekki eins og þeir kjósi að hún verði þá flytji þeir til nágrannanna í Kanada. Sú staðreynd að frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, á raunhæfan möguleika og gott betur að verða næsti forseti Bandaríkjanna virðist gera fjölmennan hóp Bandaríkjamanna óttasleginn um komandi framtíð. Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna og segjast taka við „bandarískum flóttamönnum“ verði niðurstaðan sú að Trump nái kjöri sem forseti. Húmorinn ræður för í þessu átaki eyjaskeggja en eyjan, sem er við austurströnd Kanada, er um 10 þúsund ferkílómetrar eða um einn tíundi af stærð Íslands. Þar búa um 135 þúsund manns.Sjá einnig:Allt stefnir í slag Hillary og Trump Útvarpsmaðurinn Rob Calabrese kom heimasíðunni „Cape Breton If Donald Trump Wins“ í loftið. Heiti síðunnar mætti snúa yfir á íslensku sem „Förum til Cape Breton ef Donald Trump sigrar.“ Þar er því lýst hvaða hag fólk hefði af að flytjast búferlum til eyjarinnar. Síðan hefur fengið 300 þúsund heimsóknir undanfarnar tvær vikur.Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana.Vísir/EPAHundruð Kana fúlasta alvara Á Cape Breton eru fóstureyðingar leyfðar, múslimar fá að vera á meðal fólks og einu veggirnir eru þeir sem halda þökunum uppi á húsunum, sem eru á einstaklega viðráðanlegu verði. Þá er heilbrigðisþjónusta ókeypis, nágrannar þekkjast og gæta hvers annars og enginn er með byssu. Ferðamálastjóri á eyjunni segir að opinber heimasíða Cape Breton hafi fengið 12 þúsund heimsóknir í síðustu viku. Heimsóknir á síðuna voru 1300 sömu viku í fyrra. Hann segir segir hag eyjarinnar af fleiri íbúum vera bætt hagkerfi. Veðrinu lýsir hann sem sambærilegu við annars staðar á austurströnd Bandaríkjanna. Herferð ferðamálafólksins hefur vakið athygli í Bandaríkjunum, svo mikla að CNN hefur sent tökulið til eyjarinnar til að komast að því hvað sé um að vera. Útvarprsmaðurinn Calabrese segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá Bandaríkjamönnum sem eru að skoða flutning til Cape Breton af fullri alvöru.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Fjársterkir aðilar sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. 2. mars 2016 23:09
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18
Cruz vann í Alaska Biður hina frambjóðendur að hætta framboði og styðja sig gegn Trump. 2. mars 2016 10:15