Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Birta Björnsdóttir skrifar 16. mars 2016 19:17 Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira