Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Birta Björnsdóttir skrifar 16. mars 2016 19:17 Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira