Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Birta Björnsdóttir skrifar 16. mars 2016 19:17 Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt nýsamþykktum lögum eiga foreldrar andvana fæddra barna eftir 22 vikna meðgöngu rétt á sitt hvorum þremur mánuðum í fæðingarorlof í stað sameiginlegra þriggja mánuða áður. Kristín Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar misstu tvíburadrengi árið 2011 á nítjándu viku meðgöngu. Hún segist fagna lagabreytingunni en saknar þess að ekki hafi verið haft meira samráð við þau sem þekkja málaflokkinn af eigin raun. „Við hefðum alveg haft fullt um þetta að segja,“ segir Kristín. „Konur fá í þessu tilfelli til að mynda ekkert auka. Foreldrar hafa fengið þrjá mánuði saman hingað til, sem ég held að mæðurnar hafi í langflestum tilfellum tekið meirihlutann af. Núna eru komnir þrír mánuðir á mann og þá er í rauninni bara verið að bæta við fæðingarorlof karlmannsins. Ég er ekki mjög sátt við það og hefði viljað að í þessu tilfelli væru þessir sex mánuðir deilanlegir.“Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu.„Ég er reyndar mjög ánægð með eitt í nýju lögunum og það er sú staðreynd að fjölburaforeldrar sem lenda í því að missa annað barnið sitt fá aukalega þrjá mánuði, líkt og aðrir fjölburaforeldrar. Það finnst mér mjög flott. Það er örugglega mjög erfitt að vera að gleðjast yfir fæðingu eins barns á meðan þú ert að jarða hitt. Og við fögnum jafnframt öllum mánuðum og öllu sem verið er að gera. Sömuleiðis fögnum við allri umræðu um málefnið.“ Kristín segir nauðsynlegt að endurskoða hverjir eigi rétt á fæðingarorlofinu, sem nú miðast við 22 vikna meðgöngu. „Það er mikið verið að skipta þessu niður,“ segir hún. „Þú ert, liggur við, ekki nógu góð ef þú eignast barn fyrir einhvern ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma. Mér finnst það eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það má ekki vera svona mikill munur. Ef þú missir barn á 22. viku færðu tvo mánuði, en ef það gerist nokkrum dögum síðar og þú nærð 22ja vikna meðgöngu færðu núna hálft ár.“ Kristín hefur verið ötull baráttumaður aukins aðbúnaðar foreldra sem missa börn sín á meðgöngu og stóð meðal annars fyrir söfnun sérstakrar deildar á Landspítalanum fyrir konur í þessari stöðu. Stofan ber nú heitið Kristínarstofa. „Viðbrögðin voru ótrúleg. Eldra fólk sem fékk ekki að sjá börnin sem það missti á sínum tíma, þau voru bara jörðuð með öðrum, er farið að tala um missi sinn í fyrsta skipti. Skilaboðin sem ég fékk í kjölfarið, frá þvílíkum fjölda fólks, voru ótrúleg. Ég finn hvað þetta hefur hjálpað mér mikið og finn einnig hvað umræðan hjálpar fólki sem lent hefur í því sama,“ segir Kristín.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira