Tugir bíla skemmst eftir að hafa verið ekið ofan í holur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2016 18:45 Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent