Tugir bíla skemmst eftir að hafa verið ekið ofan í holur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2016 18:45 Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira