Tugir bíla skemmst eftir að hafa verið ekið ofan í holur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2016 18:45 Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira