Nú reykja aðeins tíu prósent þjóðarinnar Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2016 07:00 Ungt fólk er núorðið mjög ólíklegt til að reykja að staðaldri. nordicphotos/afp Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja. Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 45 til 54 ára, eða 14%, samanborið við 5% í aldurshópnum 18 til 24 ára. Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73% aldrei reykt samanborið við 38% í aldurshópnum 45-54 ára. Ölvunardrykkja er töluverð meðal landsmanna og þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára. Í þessum aldurshópi er athyglisvert hve lítill munur er á ölvunardrykkju milli karla og kvenna. Karlar á aldrinum 45-54 ára drekka hins vegar tvöfalt oftar en konur í sama aldurshópi. Um helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig í samræmi við ráðleggingar og er það sambærilegt við fyrri kannanir á hreyfingu. Áhyggjuefni er hins vegar að umtalsverður hluti landsmanna hreyfir sig lítið sem ekkert. Íslendingar meta andlega heilsu sína almennt góða og meirihluti þeirra telur sig vera hamingjusaman. Þá segist meirihluti fá nægilegan svefn en þó er áhyggjuefni hve stór hluti karla fær að jafnaði of lítinn svefn. Sömuleiðis er streita meðal íslenskra kvenna áhyggjuefni, en um þriðjungur kvenna segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi, segir í frétt embættisins. Þrátt fyrir jákvæða þróun milli ára í ávaxta- og grænmetisneyslu neytir aðeins um fjórðungur ávaxta tvisvar á dag eða oftar og fimmtungur grænmetis tvisvar á dag eða oftar. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja. Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 45 til 54 ára, eða 14%, samanborið við 5% í aldurshópnum 18 til 24 ára. Í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73% aldrei reykt samanborið við 38% í aldurshópnum 45-54 ára. Ölvunardrykkja er töluverð meðal landsmanna og þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára. Í þessum aldurshópi er athyglisvert hve lítill munur er á ölvunardrykkju milli karla og kvenna. Karlar á aldrinum 45-54 ára drekka hins vegar tvöfalt oftar en konur í sama aldurshópi. Um helmingur fullorðinna Íslendinga hreyfir sig í samræmi við ráðleggingar og er það sambærilegt við fyrri kannanir á hreyfingu. Áhyggjuefni er hins vegar að umtalsverður hluti landsmanna hreyfir sig lítið sem ekkert. Íslendingar meta andlega heilsu sína almennt góða og meirihluti þeirra telur sig vera hamingjusaman. Þá segist meirihluti fá nægilegan svefn en þó er áhyggjuefni hve stór hluti karla fær að jafnaði of lítinn svefn. Sömuleiðis er streita meðal íslenskra kvenna áhyggjuefni, en um þriðjungur kvenna segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi, segir í frétt embættisins. Þrátt fyrir jákvæða þróun milli ára í ávaxta- og grænmetisneyslu neytir aðeins um fjórðungur ávaxta tvisvar á dag eða oftar og fimmtungur grænmetis tvisvar á dag eða oftar.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira