Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2016 16:33 Frá Hornafirði Vísir Tæplega níræður karlmaður átti ekki fyrir tannlæknakostnaði þegar hann fór í skoðun ásamt vini sínum á Hornafirði. Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. Í ljós kom að bankareikningur hans hafði verið svo gott sem tæmdur í þremur millifærslum upp á um 42 milljónir króna.Vísir greindi fyrr í dag frá ákæru á hendur rúmlega fimmtugum karlmanni fyrir að hafa notfært sér bágindi hins tæplega níræða manns til að afla sjálfum sér fjármuna, fyrrnefndar 42 milljónir. Málið var þingfest við Héraðsdóm Austurlands í morgun en maðurinn neitar sök. Mennirnir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi. Hefur það komið mörgum kunnugum í opna skjöldu að hann hafi notfært sér bágindi mannsins vegna langt gengins Alzheimer sjúkdóms til að hafa af honum fé. Brot mannsins varðar allt að tveggja ára fangelsi. Um er að ræða þrjár millifærslur sem framkvæmdar voru dagana 1. ágúst 2014 og 8. september 2014. Í báðum tilfellum mun maðurinn hafa heimsótt manninn á hjúkrunardeild á Hornafirði og farið með hann út í banka þar sem millifærslurnar voru framkvæmdar. Í ákærunni segir að manninum geti ekki hafa dulist ástand fórnarlambsins sem „gat hvorki gert sér grein fyrir þýðingu ráðstafananna né um hve mikla fjármuni væri að ræða.“ Maðurinn er sem fyrr segir tæplega níræður, búsettur á hjúkrunardeild og á enga lögerfingja á lífi. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Tæplega níræður karlmaður átti ekki fyrir tannlæknakostnaði þegar hann fór í skoðun ásamt vini sínum á Hornafirði. Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. Í ljós kom að bankareikningur hans hafði verið svo gott sem tæmdur í þremur millifærslum upp á um 42 milljónir króna.Vísir greindi fyrr í dag frá ákæru á hendur rúmlega fimmtugum karlmanni fyrir að hafa notfært sér bágindi hins tæplega níræða manns til að afla sjálfum sér fjármuna, fyrrnefndar 42 milljónir. Málið var þingfest við Héraðsdóm Austurlands í morgun en maðurinn neitar sök. Mennirnir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi. Hefur það komið mörgum kunnugum í opna skjöldu að hann hafi notfært sér bágindi mannsins vegna langt gengins Alzheimer sjúkdóms til að hafa af honum fé. Brot mannsins varðar allt að tveggja ára fangelsi. Um er að ræða þrjár millifærslur sem framkvæmdar voru dagana 1. ágúst 2014 og 8. september 2014. Í báðum tilfellum mun maðurinn hafa heimsótt manninn á hjúkrunardeild á Hornafirði og farið með hann út í banka þar sem millifærslurnar voru framkvæmdar. Í ákærunni segir að manninum geti ekki hafa dulist ástand fórnarlambsins sem „gat hvorki gert sér grein fyrir þýðingu ráðstafananna né um hve mikla fjármuni væri að ræða.“ Maðurinn er sem fyrr segir tæplega níræður, búsettur á hjúkrunardeild og á enga lögerfingja á lífi.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira