Rolling Stones á leið til Kúbu Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 23:44 Rokksveitin sögufræga Rolling Stones tilkynnti í dag að hún hyggst halda ókeypis tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, síðar í mánuðinum. Vísir/Getty Rokksveitin sögufræga Rolling Stones tilkynnti í dag að hún hyggst halda ókeypis tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, síðar í mánuðinum. Þetta verða fyrstu stórtónleikar breskrar rokkhljómsveitar í sögu landsins. Mick Jagger og félagar í Rolling Stones eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi um rómönsku Ameríku. Til stóð að síðustu tónleikarnir færu fram í Mexíkó þann sautjánda mars en tónleikarnir í Havana verða um viku síðar. Vani tónlistarleikstjórinn Paul Dugdale mun sjá um að taka upp tónleika Stones en hann hefur áður unnið með hljómsveitum á borð við One Direction og Coldplay.The Rolling Stones announce free concert in Cuba! #StonesCuba https://t.co/Xdl4DW9lnH pic.twitter.com/olRCAc2XbX— The Rolling Stones (@RollingStones) March 1, 2016 Hljómsveitin mun stíga á stokk í höfuðborginni þremur dögum eftir sögulega heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta til landsins en samskipti Bandaríkjanna og Kúbu hafa batnað til muna undanfarin misseri. Tónleikarnir eru sömuleiðis liður í því að opna Kúbu gagnvart umheiminum en rokktónlist var litin hornauga í stjórnartíð kommúnistaleiðtogans Fidel Castro, sem komst til valda á sjötta áratug síðustu aldar. Velska hljómsveitin Manic Street Preachers hefur til þessa verið stærsta breska rokkhljómsveitin sem haldið hefur tónleika á Kúbu en Castro sjálfur mætti á tónleika þeirra í Karl Marx leikhúsinu árið 2001. Tengdar fréttir Föngum fækkar í Guantanamo Fjöldi fanga er kominn niður fyrir hundrað, í fyrsta sinn frá því að fangelsið opnaði árið 2002. 14. janúar 2016 21:31 Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Kúbu Fundar með viðskipta- og iðnaðarráðherrum Kúbu um viðskiptabann Bandaríkjamanna. 6. október 2015 23:47 Obama fer til Kúbu Viðburðurinn markar tímamót. 18. febrúar 2016 07:57 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Rokksveitin sögufræga Rolling Stones tilkynnti í dag að hún hyggst halda ókeypis tónleika í Havana, höfuðborg Kúbu, síðar í mánuðinum. Þetta verða fyrstu stórtónleikar breskrar rokkhljómsveitar í sögu landsins. Mick Jagger og félagar í Rolling Stones eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi um rómönsku Ameríku. Til stóð að síðustu tónleikarnir færu fram í Mexíkó þann sautjánda mars en tónleikarnir í Havana verða um viku síðar. Vani tónlistarleikstjórinn Paul Dugdale mun sjá um að taka upp tónleika Stones en hann hefur áður unnið með hljómsveitum á borð við One Direction og Coldplay.The Rolling Stones announce free concert in Cuba! #StonesCuba https://t.co/Xdl4DW9lnH pic.twitter.com/olRCAc2XbX— The Rolling Stones (@RollingStones) March 1, 2016 Hljómsveitin mun stíga á stokk í höfuðborginni þremur dögum eftir sögulega heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta til landsins en samskipti Bandaríkjanna og Kúbu hafa batnað til muna undanfarin misseri. Tónleikarnir eru sömuleiðis liður í því að opna Kúbu gagnvart umheiminum en rokktónlist var litin hornauga í stjórnartíð kommúnistaleiðtogans Fidel Castro, sem komst til valda á sjötta áratug síðustu aldar. Velska hljómsveitin Manic Street Preachers hefur til þessa verið stærsta breska rokkhljómsveitin sem haldið hefur tónleika á Kúbu en Castro sjálfur mætti á tónleika þeirra í Karl Marx leikhúsinu árið 2001.
Tengdar fréttir Föngum fækkar í Guantanamo Fjöldi fanga er kominn niður fyrir hundrað, í fyrsta sinn frá því að fangelsið opnaði árið 2002. 14. janúar 2016 21:31 Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Kúbu Fundar með viðskipta- og iðnaðarráðherrum Kúbu um viðskiptabann Bandaríkjamanna. 6. október 2015 23:47 Obama fer til Kúbu Viðburðurinn markar tímamót. 18. febrúar 2016 07:57 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Föngum fækkar í Guantanamo Fjöldi fanga er kominn niður fyrir hundrað, í fyrsta sinn frá því að fangelsið opnaði árið 2002. 14. janúar 2016 21:31
Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Kúbu Fundar með viðskipta- og iðnaðarráðherrum Kúbu um viðskiptabann Bandaríkjamanna. 6. október 2015 23:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent